Friday, May 15, 2009

Rafmagið í Lima


Mjög skrautlegar rafmagnslagnirnar hérna, þeir eru ekki mjög mikið að pæla í að hafa þetta laumulegt eða.... hmm, hvað er orðið... jamm, öruggt. Við vorum í tveggja hæða sight-seeing strætó, að sjálfsögðu uppi á annarri hæð, ekkert þak, og það var alveg svakalega spennó, því maður þurfti reglulega að dýfa sér ofan í sætið ýmist vegna trjáa eða rafmagnslína. Tréin slógu mann utanundir og rafmagnslínurnar slógu mann út.. eeen við sluppum.... með "skemmtilegan" skrekk, því það var nú þannig að Gaui prófaði raflost daginn áður. Hann fór út á stigapall hér á hostelinu til að anda að sér bensín-ilminum, og setti hendurnar á handriðið og þá fann hann bara bzzzzzzzz, náði að hugsa; ó shit! og svo bara datt hann út. Við það þá sleppti hann takinu á línunni, svo hann meiddi sig nú ekki mikið, sem betur fer. Eftir nokkrar sekúndur rankaði hann við sér, kom valtur inn í eldhúsið þar sem ég var að kúkka (slangur frá ensku, ekki klósettmál) og tilkynnti bara: "ég fékk raflost!". Mér dauðbrá auðvitað og við höfum passað okkur nokkuð vel á rafmagnslínunum hérna eftir þetta. Francis (kallinn sem stýrir hér á hostelinu) sagði mér svo eftir að við höfðum verið hér í viku: Oh, yes, watch out for the electicity-cords here, they are about 9000 volts, very dangerous". Þetta eru nú upplýsingar sem manni fyndist mætti koma fram við skráningu. En eina svarið sem mér datt í hug var "yes, we know..".

No comments: