Sunday, May 24, 2009

Pelikanar


Við bryggjuna í Paracas búa ansi margir pelikanar, risastórir og minna mann á flugeðlur úr fortíðinni þegar þeir hlussast af stað til að fljúga að bátunum sem eru að koma inn með afla. Rosalega stórir fuglar og skemmtilegir og strákarnir fengu að gefa þeim! Þeir átu úr höndunum hjá þeim og gripu líka fiskinn á lofti eins og sirkusdýr. Stundum horfðu þeir hugsi á guttana, eins og þeir væru að pæla í hvaða fyrirbæri þeir væru og mér varð hugsað til videósins af pelikananum sem var í dýragarðinum, hundleiddist og tölti því að næsta polli og át eina dúfu í heilu lagi, sér til dundurs. Þetta er sko engin smá kjaftur á þessum félögum!

No comments: