Friday, May 15, 2009

Leikir


Dagarnir hér eru voðalega góðir, þeir byrja rólega á morgunmatnum okkar, kaffi og svo smá lærdómi og tölvupóstum vegna ketilbjallanna. Hér á hostelinu eru alls konar leikir og hljóðfæri sem öllum er frjálst að prófa og þetta fótboltaspil er mega-vinsælt hjá stráknunum. Gaui gefur ekkert eftir í keppninni, stundum kemur Orri upp með kökkinn í hálsinum eftir tap. Í dag kom hann þungstígur upp tröppurnar og fór bara að hátta sig (kl. eitt í dag). Ég spurði hvort hann hefði tapað fyrir pabba og fékk svarið "NEI!!, ég bara svaf ekki nógu mikið í nótt!!!". Hann veit nefninlega að hann á að stýra skapinu og ráða við "tapsærindi".. það er bara stundum svo erfitt.
Annars er soldið gaman hvað við erum að fá furðulegar spurningar frá guttunum stundum. "Mamma, varst þú fædd í fyrri heimsstyrjöldinni?" var ein sem ég fékk um daginn. Maður er náttúrulega hrikalega gamall eftir tvítugt í augum 6 ára gutta. Arnór er mikið að pæla í hljómsveitum og spurði um daginn: "Voru það virkilega hundruðir kvenna sem leið yfir um leið og Elvis steig fram á sviðið?". Þeir eru reyndar allir þrír í rosalegum tónlistarhugleiðinum núna, pæla mikið í hljómsveitum, bæði Bítlunum og þeim gömlu, en mest þó Kiss og Metallica. Þó er ákveðið tónlistarskeið sem ekki hefur vakið áhuga ennþá. Viktor spurði mig í gær, þungt hugsi: "mamma, var Steinn Ármann í Wham?".

No comments: