
Tuesday, May 26, 2009
Huacachina

Sólsetur í eyðimörkinni

Sandfjallið - og smá mont

Huacachina. Þetta var hörkuæfing að fara upp fjallið, maður sekkur niður í sandinn í hverju skrefi og hjartað fer á fullt eftir nokkur skref. Við fórum öll upp fjallið á fyrsta degi, guttarnir létu ekki erfiðið stoppa sig, og svo fórum við Gaui tvisvar í viðbót. Mega-æfing! Þegar Gaui var að taka göngu númer tvö á degi tvö og ég beið niðri við laugina til að taka tímann hjá honum, þá heyrði ég í tveimur könum sem voru að plana ferð upp fjallið. Þeir byrjuðu að teygja, voru að hita sig upp, rosa alvarlegir meðan þeir spjölluðu um kallinn sem var þarna kominn hálfa leið (Gaui). "Hann fer þetta ótrúlega hægt mar, við tökum þetta á spretti, það er málið, bara hratt og örugglega!!" Ég alveg titraði af spenningi, búin að prófa þetta daginn áður, vissi aðeins um hvað þeir væru að fara í. Þeir löbbuðu rólega frá lauginni, teygðu hálsinn aðeins og sveifluðu handleggjum og öxlum og svo þegar þeir komu að hliðinu, þar sem fjallið byrjaði strax í miklum bratta, þá sprettu þeir af stað!!! Sprettu, sprettu, sprettu í cirka 6 sekúndur, og þá hægði nú á hjá hetjunum, í nokkrar sekúndur, og svo voru þeir bara stopp! Hahahah, ég er nú svo mikið kvikindi að ég hafði gríðargaman að þessu. Á meðan þeir reyndu að skríða áfram og tóku ansi margar pásur í skriðinu, hélt Gaui áfram jafnt og þétt, ekkert stopp og náði toppnum á 12 mín. Svo skokkaði hann niður, rosa gaman að fara niður, því maður eiginlega skíðar niður og það tekur bara 2-3 mín. Hetjurnar voru þá komnar ca einn þriðja af leiðinni og voru alveg stopp. Þá var komið að mér, og ég hélt nú að það myndi aðeins ýta við þeim að sjá stelpuskjátu (ég var meira að segja í bleiku pilsi og bleikum bol... hehe) nálgast þá og þeir myndu gefa í. En ég náði þeim fljótt, því þeir gáfust barasta upp! Ég mætti þeim þegar þeir voru nýbúnir að snúa við, þeir sögðu "þetta er mun erfiðara en það lítur út fyrir að vera!" og ég reyndi aðeins að hvetja þá áfram, en nei, þeir gáfustu bara upp. Þá missti ég út úr mér "common, it´s not that hard.." og hélt áfram. Fátt sem mér finnst jafn asnalegt og að fullfrískir menn sem gera grín að öðrum í æfingum, gefist upp og standi ekki undir montinu! Æ æ æ, þeim fannst nú ekki gaman að koma niður. Kærasta eins þeirra, sem hafði nuddað hann með olíu fyrir "sprett-ferðina miklu" tók á móti þeim (Gaui heyrði í þeim) og þeir töluðu um hvað þetta væri erfitt og hvað það væri heitt og hvað þetta væri svakalega hátt" og hún hlustaði samúðarfull á þá og sagði svo lágt "já, já, þetta er eflaust erfitt.... stelpan þarna virðist þó ekki vera í neinum vandræðum". Ok, kvikindislegt af mér að segja þessa sögu, eeeen þetta var bara svo fyndið...hihi. BTW ég var líka 12mín upp.
Sand-boarding

Buggy-riding in the desert
Herbergisfélagar

Austurlensk fegurð..?

eitthvað er bringusundið lengi að koma hjá guttanum, enda allt öðruvísi að svamla í sjónum heldur en í sundlaugum. Þess vegna vill sundtæknin vejast fyrir Orra litla, sem tekur 2-3 sundtök og svo fer það að vera erfitt. Stefnan tekin á stífar æfingar í íslenskum sundlaugum í sumar, enda eru þær töluvert hlýrri en þær í Suður-Ameríku!!
Páfagaukar á hosteli

Sunday, May 24, 2009
Skoðunarferð í eyðimörk við sjóinn

Pelikanar

Á leið til Ballestas eyjanna....
The man and the sea..

Gúanóið

Ballestas eyjarnar

er hægt að fara í siglingu út í Ballestas eyjur, en það er eyjaklasi sem er friðaður og mannaferðir mjög takmarkaðar. Þannig hefur dýralíf blómstrað einstaklega vel og fjöldi dýranna er svakalegur. Eyjarnar eru stundum nefndar "Poor mans Galapagos" og vísar í það að dýralífið er svipað (þó auðvitað töluvert minna svæði) og mun ódýrara er að fara þangað í skoðunarferð en til Galapagos. Siglingin er tveir tímar, og var rosalega skemmtileg. Þarna er karl-sæljón í miðjunni, þykir víst frekar lítill karl og því ungur, en nóg var hann frekur við kellingarnar í kringum hann, gargaði og kvartaði, skipandi þeim fyrir, en þær hlustuðu lítið á hann, lágu bara í sólskininu og dormuðu.
Paracas

Ceviche

Monday, May 18, 2009
Aftur on the road

Friday, May 15, 2009
Leikir

Rafmagið í Lima

Vinir frá Hollandi

Orri að læra
Viktor á hækjum og fleira

Thursday, May 14, 2009
Erum í Lima

Wednesday, May 13, 2009
Leiksvæði í La Paz

Í La Paz

Tuesday, May 5, 2009
Uyuni - La Paz

Saltvatnið

Uyuni og rútuferð og hrrrotel

Æfingar yfir sjávarmáli
Tupiza - Uyuni í Bólivíu

Friday, May 1, 2009
Markadir

Klaednadur

en vid erum von. Allavega eldri kynslodin. Konurnar eru i tessum tykku peysum, oft med tykk teppi yfir ser, nokkrum pilsum, tykkum sokkabuxum og flatbotna skom. Svo eru taer med tessa svakalegu pipuhatta, grafalvarlegar og tungt hugsi. Yngri konurnar eru svo oftast med eitt barn eda svo a bakinu og nokkur i kringum sig. Tad sem er svo ahugavert, er ad unglingarnir eru i gallabuxum og bol, stelpurnar gellulegar og bara mjog evropst utlit. Tad er tvi skritid ad sja foreldra og born ganga saman nidur goturnar, eins og ad sja nitjandu old og tuttugustu old ganga hond i hond.
Komin til Boliviu

get ekki notad mina eigin tolvu her (tess vegna engir isl stafir nuna) og mjog erfitt er ad komast a netid her i Boliviu, enda flest i landinu moprgum arum a eftir i tima. Tad er eiginlega tad serkennilegasta vid tetta land og stundum erfitt ad kyngja tvi sem madur ser. Serstaklega tegar svinaflensan er ad ganga yfir, tvi tad er svo sannarlega otrifnadur og mikil fataekt her, og eg get eiginlega ekki imyndad mer hvernig aetti ad dila vid svo slaema veiki i teim adstaedum sem eru her. En nog um tad, flensan er ekki ennta komin hingad, fleiri tilvik a Spani i eftirliti en herna.
Vid komum inn i Boliviu gegnum landamaeri vid Argentinu eftir naeturferdalag i rutu. Hofdum hangid i hotellobbyi fram a midja nott, horfandi a kosningasjonvarpid i tolvunni a medan vid bidum eftir ad rutan aetti ad fara. Svo kom loks timi til ad koma ser af stad, kvedja Argentinu, sem er yndislegt land. Tegar i rutuna kom, vorum vid oll alveg utvinda, hlokkudum bara til ad fa teppid og koddann sem alltaf er lanad og fara ad sofa. En, nei, engin slik tjonusta tann daginn, svo vid vorum half eymdarleg, oll aukafot i toskunum nidri og vid reyndandi ad gera teppi ur stuttermabolum og peysum. Tetta reddadist og vid voknudum vid landamaerin naesta morgun, half myglud enda vaknar madur toluvert oft a tessum ferdum, allavega vid Gaui. Orri sefur eins og engill i rutunum og er alltaf tvilikt katur og hress, svo vid gomlu fyllum vel upp i hlutverkid "tau gomlu!". En baerinn vid landamaerin, het eitthvad Q, man ekki i bili, vid stoppudum bara 10min, var toluvert olikur restinni ad Argentinu. Hrar, kaldur, engir litir og vid bara fegin ad drifa okkur yfir til Villazon. Vissum litid um ad tetta var tad umhverfi sem koma skyldi naestu daga, hratt, kalt og brunt! Tad gekk rosalega vel ad fara yfir landamaerin og vid forum beint i ad leita ad lestinni, tvi vid hofdum lesid ad tad vaeri ekki snidugt ad ferdast med rutum i Boliviu, mun oruggara med rutu, tvi bilstjorar sjaldnast edru. Vid spyrjum eina logguna hvar lestarstodin vaeri, en hann sagdi okkur ad von vaeri a naestu lest eftir tvo daga! Vid aettum bara ad taka microbussinn!! Ok, rutur slaemar, hvernig eru ta microbussar! Vid druslumst af stad med toskurnar yfir rykugar gotur i att ad rutustodinni, faranlega mikill farangur midad vid bakpokalidid, sem roltir lett a faeti i mussunum sinum med allt sem tad a, a bakinu. Tegar vid komum tangad, stekkur Gaui inn medan vid guttarnir bidum med toskurnar og skodum mannlifid. Eg stod og horfdi a gamla rutu sem var full af folki, varla haegt ad kalla rutu, hugsadi eg og nefndi hana "rydhrugu" i huganum. Ta kemur Gaui katur ut, bendi a rydhruguna og tilkynnir "tetta er okkar ruta, forum eftir 10 min! Heppin!!". Eg gat svo sem litid motmaelt, vildi komast af stad, og undirbjo mig undir ad byrja ad lifa eins og innfaeddir, treysta a Gud og lukkuna. Rutan var vel full, gerd fyrir um 50 manns, en ca 60 inni i henni, sem er vist ekki svo slaemt, tvi enginn hekk utan a, og farangurinn var geymdur inni i farangursholfi, en ekki uppi a taki. Ferdinni var heitid til Tupiza, sem er i 3000 m haed og tar var meiningin ad vera i tvaer naetur til ad venjast haedinni. Ferdin gekk nokkud vel, an hremminga, tetta voru 92km, sem tok adeins um 4 tima ad keyra, tvi rutan biladi bara tvisvar. Hjon sem satu fyrir aftan okkur, a okkar aldri med tvo born (og bara tvo saeti, tad hefur vakid nokkra athygli ad Orri fekk sersaeti, krakkar sitja i fanginu, til ad spara aurinn) og eftir tveggja tima ferd for kallinn ad forvitnast um hvad tetta fyrirbaeri vaeri sem Viktor var med i eyrunum. Ipod. Hann fekk ad profa, og tad var hrikalega gaman ad sja hann lifna vid, byrja ad flissa og dilla ser! Sjaid hann a myndinni.
Blog Archive
-
▼
2009
(299)
-
▼
May
(39)
- Huacachina
- Sólsetur í eyðimörkinni
- Sandfjallið - og smá mont
- Sand-boarding
- Orri í eyðimörkinni stóru
- Buggy-riding in the desert
- Herbergisfélagar
- Austurlensk fegurð..?
- Páfagaukar á hosteli
- Sólsetur í Paracas
- Skoðunarferð í eyðimörk við sjóinn
- Eruð þið með mat?
- Pelikanar
- Á leið til Ballestas eyjanna....
- The man and the sea..
- Gúanóið
- Ballestas eyjarnar
- Paracas
- Ceviche
- Aftur on the road
- Leikir
- Rafmagið í Lima
- Vinir frá Hollandi
- Orri að læra
- Viktor á hækjum og fleira
- Erum í Lima
- Leiksvæði í Lima
- Leiksvæði í La Paz
- Í La Paz
- Uyuni - La Paz
- Salthótelið
- Saltvatnið
- Uyuni og rútuferð og hrrrotel
- Æfingar yfir sjávarmáli
- Tupiza - Uyuni í Bólivíu
- Markadir
- Kosningavakan :)
- Klaednadur
- Komin til Boliviu
-
▼
May
(39)