Sunday, December 7, 2008

Á markaði í St. Lucia

Guttarnir eru sko ekki feimnir við að prófa allt sem þeir sjá á mörkuðum, og um leið eru sölumennirnir komnir og reyna að selja. Ef þeir fengju að ráða, þá myndi Viktor líklega kaupa allt, er mjög afslappaður og til í að kaupa kaupa. Svo er hann rosalega gjafmildur, þannig að þegar ég neita betlurum um pening, þá er Viktor mættur að gefa þeim síðustu centin sín. Góður drengur. Orri væri til í að kaupa svona helminginn af því sem hann sér, er pínu meira annt um peningana sína en Viktori... en Arnór er erfiður fyrir sölumennina, mjööög passasamur með peningana sína og svo prúttar hann óhikað. Fyndið að fylgjast með þeim á mörkuðum, því þeim finnst þetta voða gaman, þetta er svo allt öðruvísi en búðirnar heima, en ég fæ þá varla með í eina einustu "venjulegu búð" á Íslandi.

No comments: