Tuesday, December 2, 2008

Ammæli jei jei jei!!!


Set þessa í svart-hvítu, því ég vil ekki að þið séuð að öfundast út í mig, hvað ég er brún, þetta sýnir bara í hnotskurn hvað ég er tillilsöm og hógvær manneskja.... En þá er það næsti merkisdagur!!! Þegar ég spurði yfir kvöldmatnum hvaða stóri dagur yrði nú á morgun, sagði Gaui hugsi "hmm, jú, hann Himmi vinur minn á afmæli, og.... hann Þórður.... nú og líka Lói frændi, já já, þeir eiga afmæli á morgun. Viktor Gauti ætlaði að kafna úr hlátri, hann hefur svo svartan húmor, meðan Arnór var mjög hneykslaður fyrir mína hönd. Því ég á náttúrlega afmæli 3. des og það er ekki lítið sem ég hef gaman af að eiga afmæli. Hefur oft komið mér í klandur gagnvart mínum betri helmingi, því kröfurnar sem ég hef sett á hann hafa oft á tíðum verið ansi miklar. Mikil prinsessuþörf brýst út 3. des, skal jeg lige hils og sige...


Á æfingunni hans Orra í dag tilkynnti Viktor einum pabbanum sem ég var að ræða við, að ég ætti afmæli á morgun, bara svona upp úr þurru. Veit ekki hverju hann bjóst við, en pabbinn hrópaði upp fyrir sig: "nöj, nöj, the big 18! Eh? Hahahaha". Ég veit ekki hvað þetta er með menn og 18 ára stúlkudrauma, en persónulega myndi ég nú ekki vilja endurtaka 18 ára aldurinn. Alltaf með hjartað í brókunum yfir hvað maður væri mikil lumma, hvað maður væri með asnalegan topp, hvað það væri halló að fíla Kenny Rogers.... ok, kannski þetta síðasta alveg rétt. En 18, nei takk. 28 ára kannski. 38 ára, úff, hvenær gerðist það?!? Nú fer fólk að segja: "já, hún er bara í nokkuð góðu formi.. svona miðað við aldur.." Hmmm, best að þroska enn betur þennan eiginleika með að pæla ekki í hvað aðrir hugsa :) það gengur alltaf betur og betur. Sem sýnir sig nú t.d. í að ég príla öfugt upp tröppur á hvolfi án þess að hika núna, hefði ekki þorað því 18 :)


Einn eiginleiki hefur líka þroskast mikið, eða soldið, hjá mér þetta árið, það er að láta vita hvað ég vil! Ég er búin að fatta (svona næstum því) að fólk og þá kannski ber sérstaklega að nefna Gauja, les ekki hugsanir, og ég þarf að láta vita með Orðum hvað ég vil, hehe. Svo ég vil afmæliskveðjur og nóg af þeim!!!! Þar hafið þið það! Tvær komnar nú þegar!!! Endilega hreint sendið, allavega ef þið hafið tíma til að skrifa mér... og þó svo þið hafið ekki tíma.... munið með comment, þurfið bara að merkja við anonymus, og senda, þá fæ ég það í póstinn minn og samþykki og þá fyrst kemur það á síðuna.... Knús til ykkar allra með fyrirframþökk. Drottningarvink-vink-vink-vink-vink.


Við erum að fara til St. Lucia á morgun og verðum í þrjá daga. Ég hlakka mikið til, meira að segja þótt St. Lucia sé líklega jafndýr og Barb, og íslenska krónan sé jafn verðlaus þar og hér, hehe/grát grát, þá verður samt gaman. Soldið fyndið áðan, ég var að segja frá gistiheimilinu sem við verðum á, byrjaði: "..en strákar, þó við séum að fara í ferðalag og hótel, þá..." þá heyrðist í þeim "já, já, við skulum ekki suða, við þurfum að vera skynsöm og spara.... við vitum það..." þeir eru klárir. Þetta gengi á krónunni er náttúrulega bara bilun. En við gefumst ekki upp, ef þið hafið einhverjar áhyggjur af því. Það er heilmargt sem hægt er að gera til að gera hlutina ódýrari dags daglega, og þá er hægt að leyfa sér eitthvað í staðinn öðru hvoru. Þetta er eins og með mat og heilsu. Það skiptir langmestu máli hvað þú ert að borða og hvað þú hreyfir þig dags daglega. Svo koma nammidagar eða letidagar þar sem bara má njóta þess að gera nákvæmlega það sem maður vill.
Ég er ekki búin að segja guttunum að það er sundlaug á hótelinu sem við verðum á, sem þeir fá að leika sér í eins og þeir vilja. Hlakka til að sjá andlitin á þeim þegar þeir sjá hana :) því í okkar huga, þá er það sko lúxus!!!!!!!

7 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið kæra Vala, njóttu hans nú alveg í botn og auðvitað man Guðjón, hann hefur bara ætlað að koma þér á óvart ;-)
Bestu hamingjuóskir frá okkur öllum og góða skemmtun. Guðrún

Anonymous said...

til hamingju með afmælið þitt Vala :) Svana Pála laumaði að mér linknum að síðunni og hef ég skemmt mér mikið við að lesa þetta svona milli mjalta. Það er mjög gott að láta sig dreyma um hita og sól hér í snjónum og skammdeginu
~bestu kveðjur, Bergþóra og börnin 3

Anonymous said...

Elsku besta Vala min,hjartanlega til hamingju með afmælið og hafðu það sem allra best. Kv. Alda Hanna

Anonymous said...

Hallo til hamingju með afmælið Vala

Anonymous said...

tillykke med dagen.. knuz
ER

Anonymous said...

Hæ Vala

til hamingju með gærdaginn, alltaf jafn gaman að lesa bloggið ykkar. Skilaðu kveðju-sérstaklega til Arnórs.

Kv.Vilborg

Unknown said...

Til hamingju með daginn þann 3ja. Ég og fleiri Geislar treystu Gaua fyrir kveðju. Það er eins með ammælisdaginn og orða þá hluti sem maður vill að ef ammælisbarnið tekur daginn sinn ekki hátíðlega, af hverju ættu þá aðrir að gera það og setja gjafakröfurnar bara slatta hátt :-)
Allavega veit ég allavega að þið fáið góða gjöf á ammælisdaginn minn. Góðar stundir / kveðja Gísli