Wednesday, December 24, 2008

GLEÐILEG JÓL!!!!!


Amma Steina tók þessa mynd af okkur rétt áðan, við á Aðfangadegi á Barbados. Ekki beint sama jólaumhverfi og við erum vön, en það er gott fyrir mann að breyta til og festast ekki í vananum of mikið. Það er reyndar örlítið erfiðara um jólin finnst mér, þau snúast svo mikið um hefðir, en þau snúast nú líka fyrst og fremst um að vera með góðu fólki og þeim sem manni þykir vænt um. Vantar bara mömmu mína hingað :) en ég veit að hún á eftir að hafa það æðislegt hjá Maríu og Gumma!!!
Gólfið kringum litla kínverska orðið skemmtilega skrautlegt af pökkum, allir litlir og nettir svo hægt sé að ferðast með þá híhí. Við fengum hangikjöt með Steinu, það var soðið í gær, á Þorláksmessu og við fengum þessa æðislegu lykt í húsið. Við fórum með smá sýnishorn af hangikjötinu í jólaboð sem okkur var boðið í í gær. Vinir okkar úr fótboltanum, maðurinn frá Jamaica og konan frá Barbados. Þau eiga fjögur börn, og héldu svakalegt jólaboð í gær. Rosalega gaman og hangikjötið vakti mikla lukku. Allir fengu flís (ekki þó væna, við tímdum því ekki :) og þótti spes.


Núna er verið að gera grjónagraut (lögðum ekki í ris a la mandla í þetta sinn, enda þarf ekki allt að vera eins) í hádegismatinn, svo verður svínakjöt og sítrónufrómas. Allir eru að laumast til að pakka inn, heyrist úr hinum ýmsustu herbergjum "þessi má ekki koma inn" og svo heyrast gól þegar hurðir opnast, pískur pískur og bara gleði :) undir öllu þessu hljómar svo íslenskt útvarp, hann Felix Bergs og jólalög. Æði!!


Við öll, Vala, Gaui, Viktor, Arnór, Orri, Habba, Steina og Eiríkur óskum ykkur öllum gleðilegra jóla, hafið það sem allra allra best, verið góð hvort við annað og brosið allan hringinn!!


Við elskum ykkur og söknum ykkar,


GLEÐILEG JÓL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

6 comments:

Unknown said...

Gleðileg jól, kæru vinir. Hugur okkar er með ykkur á þessum tíma fjölskyldu og vina. Njótið vel tímana sem koma í hönd ;-)
Kveðja Goðarnir

Anonymous said...

Jólin koma, árið endar
í Arkarholti Stínu og Gvendar.
Í þetta sinn má bara bruðla
með bragarhætti, rím og stuðla.

Engum gagnast böl og beygur
né basl þótt veraldlegar eigur
hafi upp úr heimi gufað,
það hefur margur núna prufað.

Aftur duga gildin gömlu,
gleymum neyslu lausri hömlu.
Þegar svo úr þrautum raknar
þjóð úr dvala glaðbeitt vaknar.
-------------
Víst er nú í vændum ögur,
en veröldin er björt og fögur,
því jafnan um jól
yfir jörð hækkar sól
og lífsins við njótum við ljóð og sögur
G.G. 2008

Bestu jólakveðju úr Mosfellsbæ

Anonymous said...

Gleðileg jól Kv.Kristó

Anonymous said...

Gleðileg jól og hafið það sem allra best. Kveðja Alda og Vignir

Anonymous said...

Já, óneitanlega ödruvísi jólaumhverfi en flestir eru vanir! God jul og et godt nyt år! Julehilsen fra Kidda og co. i Odinsveum.

Anonymous said...

Selvom det har været jul i nogle dage vil vi herfra ønske jer en rigtig god jul samt et godt nyt år, der i varmen.

De bedste hilsner
Ester og co.