Monday, November 24, 2008

Sumt er öðruvísi...


Örlítið innlegg hér, við erum að pæla í því sem er ólíkt með Íslandi og Barbados. Er skólaverkefni fyrir strákana og við erum komin með ansi langan lista hér hjá okkur. Eitt af því hressilegra er t.d. þessi hárkolluhefð hér, í búðum er algent að sjá tilboð "2 wigs for the price of 1". Daman sem þrífur hjá okkur vikulega á þessa hér. Held ég geti fullyrt að þessa sjón myndi maður ekki sjá á Íslandi: Hárkolla hengd upp á snúru, meðan verið er að skúra!

1 comment:

Anonymous said...

Hahahaha, á eftir froskum, skjaldbökum og eðlum hugsaði ég nú bara: hvaða kvikindi ætli þetta sé, fannst þetta ekki beint "hárkollulegt" við fyrstu sýn eða kannski voru það bara hugmyndatengslin :-)
Allar bestu kveðjur til ykkar og alltaf jafn gaman að fylgjast með frásögnunum. Guðrún og co.