Friday, November 21, 2008

Met!!


GYLFI! Bestu kveðjur frá Orra, og takk fyrir commentið, hann saknar þín líka og hlakkar rosalega til að koma að leika við þig þegar hann kemur aftur til Íslands :)
Það er orðið opinbert. Elstu menn muna ekki eftir öðru eins rigningarhausti hér á Barbados, þótt farið sé meira en hálfa öld aftur í tímann!!! Þetta geta þeir kannski þakkað Íslendingunum á Risk Road, hver veit? Á myndinni eru guttarnir í vatnsstríði, því hvað er betra en vatnsstríð í hlýju og rigningu? :) En við erum satt að segja að verða soldið langeyg eftir því að rigningartímabilinu fari að ljúka. Bæði eru strandferðirnar svo óskaplega mikilvægur partur af dvölinni hér, og það er kalt að fara á ströndina í rigningu (kalt á mannlegan mælikvarða, ekki íslenskt-frost-mælikvarða...) og svo eru fj... mýflugurnar eiturhressar í svona bleytu. Ég vaknaði í morgun, og í stað þess að láta mitt fyrsta verk vera að spreyja repellent-spreyi á mig, eins og venjulega, fór ég út í forstofuna til Gauja, með kaffibollann minn, settist hjá honum í 5 mínútur og það var sko ekki að spyrja að því. Ég var aðalgellan í mýflugnageiminu. Þremur bitum og einum kaffibolla seinna spreyjaði ég á mig "vellyktandi" (amma Vala kallaði alltaf ilmvatn vellyktandi, nema þetta er ekki vellyktandi, heldur Deep forest (aka. repellent)) og þá vildu þær mig ekki meir. Við í fjölskyldunni þurfum að nota þetta sprey daglega, því annars erum við bitin ansi mikið. Mamma hins vegar var lítið í spreyinu þegar hún var hér, og var samt mjög lítið bitin. Hún hélt því fram að þetta væri vodka-sjússinn sem hún fékk sér á kvöldin hér, sem fældi flugurnar.... Vont er, ef satt reynist, því mér finnst vodka svo asskoti vont. Getur rauðvín ekki virkað eins....??


Á fimmtudagskvöldum er alltaf voðalega huggulegt að koma heim á Risk Road eftir æfingasíðdegið. Þá hefur Muriel verið hér og allt er hreint og fínt, nýtt á rúmum, hrein handklæði og búið að ryksuga og skúra. Við höfum ekki svona lúxusþjónustu heima, en konan sem leigir okkur, vill hafa þessa þjónustu innifalda í leigunni. Hún hefur nefninlega lent í því að fólk sem hefur verið að leigja hér, hafi þvegið sængurfötin, sett alla liti saman og allt orðið grátt. Við erum alveg sátt við að vera ekki treyst fyrir þvottinum, kvörtum ekki yfir því!! Það virðist vera nokkuð algent að fólk hafi konu að þrífa hjá sér hérna, og jafnvel heimilishjálp, eða eins og þeir segja "maid". Ég var að spjalla við eina mömmuna á æfingu í gær og sagði henni að ég væri svo hissa á því að öll þessi drulla sem kæmi í fótboltabúning strákanna á æfingum, næðist úr í þvotti. Því trúið mér, það er ekki lítið sem þeir verða drullugir, enda völlurinn eitt moldarsvað núna í rigningunum. Þá segir hún sisona: "yes, my maid washes it by hand, she just scrubbes and scrubbes till it´s white again". Ég vissi ekki hvoru ég var meira hissa á, að hún hefði maid eða að maid-in væri ennþá í því að skrúbba og skrúbba, þegar það eru hvað... fimmtíu ár síðan þvottavélin var fundin upp! Já, svona eretta. En ég er náttúrulega manneskjan sem setti lopapeysuna sína í þvottavél eftir Verslunarmannahelgi, til að ná lynginu úr henni.... þarf líklega ekki að segja frá því að út kom þykkur lopahnullungur, þakinn lyngi.


Eitt það allra skemmtilegasta við Barbados er gríðarlega fjölbreytt dýralíf. Þegar ég sest út á tröppur og sit kyrr í smástund, þá sé ég yfirleitt heilmargar eðlur töltandi á veggnum fyrir framan, litlu froskarnir hoppa í grasinu, fuglar af öllum stærðum og gerðum fjúga um og setjast rétt hjá manni, sníkjandi mat. Í götunni vagga hænur og hanar gaggandi um, beljur kíkja letilega á mann þegar maður labbar framhjá, kettir rölta um göturnar og hundar í hverjum garði. Hænurnar eru alls staðar, við getum verið að keyra niðri í miðbæ og allt í einu verður allt stopp af því tvær hænur eru að labba heim, yfir götuna. Á kvöldin höfum við verið að dást að fuglunum sem eru í trjánum í hlíðinni fyrir aftan hús. Þessir fuglar sýna rosalega kæti þegar byrjar að dimma, þá lifnar yfir þeim og þeir fljúga eins og listflugvélar, taka rosalegar beygjur og snúninga. Við höfðum lengi dáðst að þessari kæti, var svo óskaplega krúttlegt, þó ég gæti ekki alveg skilið af hverju þeir væru svona glaðir yfir því að nóttin væri að koma..... þar til okkur var sagt að þetta væru leðurblökur.

1 comment:

Anonymous said...

Þegar þú sest út á tröppur og situr kyrr í smástund, upplifir veröldina í kring um þig.
Er þetta ekki eins og Svantes lykkelige dag ?

Se, hvilken morgenstund, solen er rød og rund,
Nina er gået i bad, og jeg spiser ostemad.
Livet er ikke det værste man har,
og om lidt er kaffen klar.

Blomsterne blomstrer op, der går en edderkop,
fuglene flyver i flok, når de er mange nok.
Lykken er ikke det værste man har,
og om lidt er kaffen klar.

Græsset er grønt og vådt, og bierne de har det godt,
lungerne frådser i luft, ah, hvilken snerleduft.
Glæden er ikke det værste man har,
og om lidt er kaffen klar.

Sang under brusebad, hun må vist være glad,
himlen er temmelig blå, det kan jeg godt forstå.
Lykken er ikke det værste man har,
og om lidt er kaffen klar.

Nu kommer Nina ud, nøgen og fugtig hud,
kysser mig kærligt og går ind for at red' sit hår.
Livet er ikke det værste man har,
og om lidt er kaffen klar.

Ástarkveðjur María