Monday, November 10, 2008

Áhyggjur... hmm, óþarfi!


Mikið er nú gaman að sjá að fólki er ekki sama um hvernig honum Gauja líður. Eða allavega flestum, fékk nokkur "samúðarskeyti" frá vinum sínum, sem rifja upp frægðarferðir upp, en aðallega NIÐUR flaggstangir, ekki munandi eftir litla (allt í einu stóra) nabbanum sem maður festir fánareipið á. Kann ekki við að nefna nein nöfn, en veit að Gilli er búinn að feðra þrjú frábær börn, svo ekki hafa fjölskyldudjásnin skaddast mikið.


En Gaui hefur það fínt núna, sárið er batnað og hann er eiturhress og aftur farinn að horfa hlýlega til pálmatrjánna. Hann er svo mikill warrior í sér, lætur ekki svona hnjask trufla sig, fór meira að segja í sjóinn sama dag, eftir flugferðina, til að láta saltið hreinsa þessi risasár. Það er harka, my friends!


Hann setti mig í æfingu síðasta miðvikudag sem ég finn ennþá fyrir. Honum datt æfing í hug, að labba upp tröppur með þungan sandpoka á öxlunum og taka hindu armbeygjur milli umferða. Einfalt og erfitt. Ég var til í að taka þannig æfingu, hann hafði gert hana daginn áður og hún tók vel á sagði hann mér. Ég skellti ipodnum í eyrum og sandpokinn var um 25kg. Hver umferð var tíu ferðir upp á næstu hæð, niður aftur og svo tíu armbeygjur. Sú fyrsta bara létt. Önnur umferð+tíu armbeygjur, létt, þriðja umferð, ok, fjórða, ok, fimmta, soldið erfitt (búin að labba upp á fimmtugustu hæð og niður aftur með sandpokann). En ég þurfti auðvitað að gera eins og Gaui, það voru tíu umferðir af tíu ferðum. Ég kláraði það, helv.. erfitt, en mér leið ágætlega. Gaman að labba upp hundrað hæðir og niður aftur, eins og Empire States. En svo vaknaði ég daginn eftir, Oh my God!!! Ég gat ekki hreyft kálfana! Og ekki heldur næsta dag, eða þann næsta, haha. Og það er alveg hreint lygilegt hvað kálfarnir þurfa alltaf að taka þátt í daglegum hreyfingum! Ég er að byrja að jafna mig núna, finn ennþá þegar ég stend upp úr stólum, samt eru komnir fimm dagar síðan. Þetta fólk :)


Helgin var frekar róleg hjá okkur, Gaui náði sér í smá flensu og var slappur á laugardag. Við guttarnir vorum heima mestan hluta dagsins, en fórum aðeins á ströndina að busla. Voða næs. Á sunnudeginum var planið að sofa út, vel og lengi, en við vorum nú samt vakin við símtal kl. 8 um morguninn. Í alvöru, það þykir bara ekkert abnormalt að hringja í heimahús kl. 8 á sunnudagsmorgni. Og nú er ég búin að fatta eitt, þau fara nefninlega í messur hérna kl. 7 á sunnudagsmorgnum! Pælið í hvernig mætingin væri í kirkjur heima á Íslandi ef messur væru kl. 7! Held það væri hægt að telja fólkið á fingrum annarrar handar, þó svo maður teldi prest, meðhjálpara og organista með. En ekki nóg með að fólk hringi fyrir allar aldir, heldur er ísbíllinn alltaf mættur uppúr 7 um helgar. Helgar eru greinilega ice cream-time hjá Bajanbúum og líklega gildir "fyrstur kemur - fyrstur fær" því hér trillar ísbíllinn spilandi sitt skræka litla hressa lag upp og niður allar götur í hverfinu. Og það skemmtilega í þessu er að þegar hundar hverfisins heyra íslagið "góða", þá kemur yfir þá gríðarleg sönglöngun, og þetta endar allt í allsherjar góli hvar sem litli gleðibíllinn er "aúúúúúúúúÚÚÚÚ AÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚ!!!!!!!!!!!!!!!!" því allir eiga hunda hér á Barbados, nema við. Fjörið byrjar upp úr 7 á morgnanna, beautiful :) Annars eru ísbílarnir hrikalega flottir. Þið vitið þessir pínulitlu vinnubílar, sem maður veit ekki hvort eiga að kallast pallbílar eða minivörubílar því þeir eru með pall, en líta út eins og vörubílar að framan, en eru svo rosalega litlir að maður fer í algera flækju ef maður þarf að lýsa svona bílum....... allavega. Þannig eru ísbílar þessa lands, með pall og svo er bara frystikista á pallinum. Voila! Ísbíll!! Off we go! Þarf að ná mynd af svona bíl til að sýna á blogginu. Annað sem ég þarf að ná mynd af, er hárkollan sem ræstingakonan hengir upp á snúru hérna, meðan hún skúrar, en það er önnur saga. Hefur nokkrum sinnum hrætt úr mér líftóruna, þegar ég hef NÆSTUM því gengið gegnum hana...


Á myndinni er pálmatré, af því það er svo mikið af pálmatrjám hérna og þau eru bara svo hrikalega flott. Og gaman að klifra ... allavega UPP!

2 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ,
mikið er gaman að lesa um upplifunina hjá ykkur! Minnir á köflum á ferðina sem við fórum í til Filippseyja hér í den :-)
Og öll leikfimin í ykkur! Segð mér, hvað eru Hindu armbeygjur?
Love,
Sísí

Anonymous said...

hæ, best að kíkja á google undir "hindu push ups" finnur video af þeim þar. Þetta er góð tegund af armbeygjum sem vinna vel á liðleika í baki um leið og þú styrkir efri hluta líkamans.
:) Vala