Friday, November 7, 2008

Klifrukettir

Við höfum aðeins verið að ná okkur sjálf í kókoshnetur. Þegar við finnum pálmatré sem ekki eru á einkalóðum. Hér á myndinni er Viktor að ná sér í hnetu, nokkuð hátt klifur en hann er nettur í þessu. Arnór náði sér líka í kókoshnetu, sem og Gaui.

Sá síðastnefndi átti reyndar ágætis flugferð á leiðinni niður, rann niður eftir öllu trénu, en ósjálfráð viðbrögðin að halda sér fast gerðu, að hann klemmdi lærunum saman alla leiðina niður. Þetta olli því að hann slapp við fótbrot, en fékk rúmlega lófastór sár innan á lærin báðu megin. Ef hann væri kona sem stundaði elstu atvinnugrein í heimi væri hann óvinnufær...

2 comments:

Anonymous said...

Þetta er svakalegt Vala! Aumingja Gaui og gvöðisélof fyrir að þú sért þarna til að hlúa að lærasárum hans og bera á hann smyrsl...

Þú hefur alvarlega grófan húmor Vala Mörk! Þetta er auðvitað háalvarlegt og má á engan hátt vera að gera að þessu grín! EN LÝSINGIN ER FRÁBÆR OG ÉG GRÉT AF HLÁTRI Á MEÐAN ÉG LAS ÞETTA - en hætti því svo strax og fór að vorkenna Gauja.

Ekki láta þetta á þig fá Gauji - þú kemur sterkur útúr þessu og ég vona að þú náir þér fljótt útúr þessu en endilega ekki gera þetta aftur - láttu guttana bara um þetta...

Góðan bata Gaui minn....:-)

Unknown said...

Gaui minn Ekkert væl kallinn minn. Þú ert Strandamaður og þar er ekkert væl. upp með sokkana og aftur upp í helv... tréð

Góðar kveðjur til ykkar allra
Gunni OCo