Friday, November 7, 2008

Bloggleiðbeiningar


Hæ, mig langar að setja aftur inn leiðbeiningarnar sem mamma setti inn fyrir nokkru, það er nefninlega svo hrikalega gaman að sjá að þið eruð að lesa þetta, sérstaklega svona hressileg komment eins og þetta í síðustu færslu, hehe :)


Gummi, takk fyrir peppið og þótt ég efist um að ég taki brekkuna á fimm mínútum þá er allt mögulegt þegar andinn er með í hlutunum!!


Erna, hrikalega gaman að heyra í þér, ég vona að þið Elmar og litla dúllan hafið það gott! Ertu nokkuð komin aftur í Þrekið..?? Hmmm..


Júlíana, æðislegt að heyra í þér og að þið Ernir lesið þetta hjá okkur :)


Bimba, þú ert æði, takk fyrir flott og hvetjandi orð til okkar allra!


Arna, hvernig gengur á Reykjalundi?? Ertu ekki að slá í gegn? :)


Guðrún, takk fyrir commentin og strákarnir biðja rosa vel að heilsa Magnúsi Kára, tala oft um hann og þegar þeir voru saman í sveitinni! Vona að þið haldið áfram að lesa!


Habbsan okkar, við leggjum ekki ennþá í kafaranámskeið, en kannski kemur þú okkur í stuðið ;)


Gilli og María, hvenær komið þið að hitta okkur, verður það í Ecuador?? Hljótum að geta fundið sumarbústað þar!


Siggi Ólafs, takk fyrir frábær orð, eruð þið ekki byrjuð að safna fyrir heimsreisu??! Þó þið séuð risafjölskylda er allt hægt :)) Biðjum að heilsa Hildi og liðinu!


Bragi, ertu kominn aftur í Rauðu ástarsögurnar, eða ertu enn að lesa bloggið okkar? Eruð þið ekki á leiðinni út í heim að hitta okkur? Ekki alltaf hægt að fara til Noregs, þótt þeir séu einu vinir okkar..! Nú er það Suður-Ameríka next!!
Halla okkar og Lói á Svanshóli, takk fyrir ykkar komment, við breytum kannski nafninu á þeim stutta :) Biðjum að heilsa öllum í firðinum og þótt víðar væri leitað. Bara búið að finna heitt vatn á Klúku!!!! Knús til Viktoríu og grísanna!

Og þið öll sem eruð að lesa, frábært að þið fylgist með okkur, gerir lífið svo skemmtilegt að heyra í ykkur og við hugsum mikið til ykkar allra og hlökkum til að sjá ykkur öll aftur! Ætlum samt að halda áfram að njóta ferðarinnar, enda búin að bíða lengi eftir henni :)))))))))

Á myndinni er mamma mín þegar hún var hér hjá okkur á Barbados. Passar vel að hafa mynd af henni núna því hún skrifaði inn þessar bloggleiðbeiningar. Sjáið kistuna við hliðina á henni, það er nú heppilegt að maður sé ekki að ferðast með svona "kuffort" lengur!! Ööörlítið þægilegra í dag.., jafnvel þannig að svona litlar konur eins og mamma mín geta ferðast með mun meiri þyngd en leyfileg er. Ég var annars að labba með Viktori í Bridgetown í gær eftir æfinguna hans. Komið smá myrkur og þá töltir til okkar maður sem ætlar að betla af okkur, kallar "hey guys!" svo þegar hann er kominn ca. 30cm að mér kemur "oh... sorry mam..". Hann hélt ég væri gaur! Og ég hef ekki einu sinni þá afsökun að hann hafi verið drukkinn.

HÉR ERU LEIÐBEININGAR:


Leiðbeiningar um bloggsvar, vegna spurninga um slíkt:Skrifa skilaboð í rammann "Leave your comment"Smella á löngu línuna: Word verification.Skrifa skrýtnu stafina þar.Merkja við Anonymous. Neðarlega.Smella á "Preview"Smella á "Publish this comment" Vinstra megin þegar skilaboðin birtast.Þá á að koma melding um að móttakandi þurfi að viðurkenna móttöku, efst á skerminum.
Svo ef það eru prívat skilaboð, eitthvað ógisslega djúsí.. þá er meillinn kettlebellsiceland@gmail.com

2 comments:

Anonymous said...

Gaman að lesa hvað allt gengur vel hjá ykkur. Þetta er spurning um hvort þið finnið góðan bústað í Equador? Það var verið að tala um svona kafbát í Eyjafirði,þetta er sýnilega algjör snilld.
Til hamingju með stóra strákinn.
kv María

Unknown said...

Ég fylgist með í hverri viku mjög spenntur, enda einn besti bloggpenni á Íslandi að skrifa!

Ég reyni þó að gægjast í þær rauðu svona af og til svo ég fái nú smá Officer og Gentlemen fíling.