Tuesday, January 6, 2009

Elsta tré á Barbados


Hér eru tengdamamma og Eiríkur fyrir framan elsta tré Barbados. Það er af tegundinni Boabab tré, og þetta er talið vera yfir eitt þúsund ára gamalt. Þeir segja að fræið hafi líklega flotið yfir Atlandshafið frá Gineu í Vestur Afríku og tekið sér bólfestu við bakka á lóni sem var þarna. Núna er svæðið stór garður (soldið eins og Hljómskálagarðurinn), með stóru leiksvæði, gosbrunni og krikketvelli. Tréð er 25 metra í þvermál!!!!

No comments: