Monday, January 26, 2009

22 jan - smá úr dagbók :)


22. janúar, Ríó
Nú eru Viktor og Gaui á BJJ æfingu, en Gaui er búinn að jafna sig eftir flensu í gær, var slappur og svaf eiginlega allan daginn. Dagurinn í gær varð því frídagur frá æfingu, enda veitti mér svo sem ekkert af, frekar miklar harðsperrur í hálsinum. Það er eini staðurinn sem ég finn eitthvað fyrir harðsperrum eftir BJJ æfingarnar, við höfum verið frekar dugleg að æfa á Barbados, en hálsinn er ekki vel æfður hjá mér greinilega. Ég og Gaui ætlum að prófa kvöldæfinguna í kvöld og strákarnir fara á sína fyrstu barnaæfingu á sama tíma. Gaui er sem sagt að taka sinn fyrsta „tvær æfingar á dag-dag“ en það er nú meira en að segja það að fara á tvær tveggja tíma æfingar, þar sem meiri hluti tímans fer í að glíma, en þannig er Gracie-BJJ-kennsluaðferðin. Við hitum upp, er kennt 1-2 brögð sem eru æfð, og svo er bara glímt restina af tímanum, þannig að maður er í svaka átökum stóran hluta tímans. Mér finnst það rosalega gaman, það eru mikil átök í því, sem þýðir fantaæfing fyrir líkamann og ég svitna vel. Kallinn á myndinni er frekar slakur og lítið að svitna allavega þarna!! Algeng sjón að sjá fólkið svona í gluggum að fylgjast með mannlífinu.

No comments: