Tuesday, October 14, 2008

Mestu rigningar í 20 ár!

Í dag var sett met í rigningu hér á Barbados. Það byrjaði með þrusu þrumuveðri, en við erum orðin ansi vön þeim og létum það ekki trufla okkur við námið. Svo bara hélt áfram að rigna, og öðru hvoru þrumuveður og þannig var það bara í marga klukkutíma. Við tókum videó, settum það hér á, þar er mynd af garðinum okkar og hvernig hann leit út í dag. Allt orðið eðlilegt núna.

Vegurinn sem við keyrum venjulega í bæinn og æfingar fór í sundur og við sáum það í fréttunum að það eru þó nokkur hús sem vatnið náði að flæða inn í. Við erum sem betur fer hátt uppi á hæð, svo það rennur allt vatnið í burtu frá okkur. Okkur finnst þetta rosa gaman þegar svona rigning og þrumuveður kemur, en íbúum finnst þetta lítið gaman, enda fara vegirnir ansi illa á þessu. Vatnið virðist bara tæta malbikið upp eins og drullu, verður allt út í sprungum.

Það sem er merkilegt er að það er vatnsskortur á Barbados (ekki alvarlegur) þrátt fyrir alla þessa rigningu og heimamenn eru fúlir út í sjálfa sig fyrir að hleypa öllum lítrunum sem streyma niður af himnum beint út í sjó í stað þess að safna vatninu í geyma og nýta það betur. Sáum ráðherra í ríkisstjórninni einmitt tala um þetta í fréttum áðan. Spurning hvort við göngum ekki bara í málið?

En jæja, allt gott að frétta og allir hressir og kátir og telja dagana þar til amma Dóra kemur!!!!!

2 comments:

Anonymous said...

Hæ kæra fjölskylda!
Gaman að fylgjast með ykkur, hér er af og til sest til að lesa bloggið ykkar. Guðmundur Ágúst og Kristófer sitja núna uppi og fylgjast með landsleik Íslands og Makedóníu í fótbolta og staðan er 1-0.... fyrir Ísland! Ekki leiðinlegt. Við erum tiltölulega róleg yfir fjármálahavaríinu en það er víða mikil streita og spenna. Vonandi fer þetta allt saman vel. Kær kveðja, Jónína - mamma Guðmundar Ágústs.

Anonymous said...

Skandall að krakkinn skuli ekki heita Svanur og hana nú. Þetta er sossum ekki ný frétt.... Skrifa seinna Bæ Halla.