Sunday, June 7, 2009

Skóli og vinna


Á virkum dögum höfum við fína rútínu með smá skólavinnu og vinnu í tölvunni, því við erum auðvitað alltaf að stússast í ketilbjöllufyrirtækinu okkar, sem er að blómstra í höndum frábærra þjálfara sem við höfum þar, Jón Viðar, Yrja og Arna!! Svo erum við náttúrulega að fá Maxwell til landsins í september og það er heilmikil og skemmtileg vinna í kringum það. Gaman að segja líka frá því að það er orðið uppselt á bæði námskeiðin sem við höldum og við erum að bæta við námskeiðum úti á landi! Og auðvitað ketilbjöllurnar sem við vorum að kaupa og er verið að gera fyrir okkur. Við eigum von á þeim í september líka. Svo það er sko nóg að gera, svo það er bara gaman. Strákarnir hafa aðeins verið að taka próf sem við höfum fengið send frá kennurunum þeirra í Varmárskóla. Þeim hefur gengið svaka vel í prófunum, þetta er frá 8.5 til 10 sem þeir eru að fá, eeeeeen eitt próf eftir. Og það er danska hjá Viktori. Mjög spennó!! Í fyrsta lagi vegna þess að hann var nú reiprennandi á dönsku þegar hann var tveggja ára, búsettur í Danmörku og hjá Suzanne, yndislegu dagmömmunni hans meðan við bjuggum í Odense. Í öðru lagi vegna þess að danska er jú síííívinsælt fag í skóla og Viktor hefur alveg heyrt af aðdáun bekkjarbræðra á málinu. Og í þriðja lagi vegna þess að ég hef lítið gert í því að kenna honum dönsku í vetur, því ef hann kann dönsku, þá höfum við Gaui ekkert tungumál til að tala saman á, þegar þeir eiga ekki að skilja hvað verið er að ræða um!!! En, ég veit, það er ekki góð ástæða (segir fólk mér..) svo nú erum við farin að babla saman "halvtreds, tres, halvfjerds, firs..o.s.frv.). Prófið verður í vikunni, ég spái stjarnfræðilegri einkunn!! Det skal nok blive sjovt!! Ég man alltaf hvernig ég tók svona auganrúll, þegar ég var að læra fyrir próf, ca 14 ára og María frænka, sem bjó jú í Danmörku kom, kíkti yfir öxlina hjá mér og stundi "jiiiii, studerer du dansk, hvor sjovt!! Nu skal vi snakke sammen, jajaja..!" með þessum svakalega hreim. Nú svo rættist nú úr þessari kunnáttu hjá mér og við Gaui fórum jú til DK að læra, bjuggum þar í 6 ár og erum fluent í dönsku. Og nú erum við að endurtaka leikinn við guttann okkar! Kvikindisskapur sem maður ræður bara ekki við. Það er svo gaman að tale dansk!!

5 comments:

Anonymous said...

Nei það er það ekki:(

Guðmundur

Vala said...

Já, ég er alveg sammála!!kv. Viktor

Anonymous said...

Danska er verri en öll tungumál í heimi!!!!!! Meira segja latína, gríska, íslenska nei djók, en norska er skárri:)

kv. Guðmundur

Anonymous said...

viktor þetta bréf sem þú sendir mér er lygi að apar eða einhver dýr sem þú talar um séu þróaðari en ég phufff þetta er móðgun:(












kv.kristó

Vala said...

Nú en þeir báðu svo vel að heilsa þér.


Kv .Viktor

Blog Archive