Sunday, June 7, 2009

....það er búið að vera svo ógurlega lítið um viðbrögð frá Íslandi (Bragi hefur haldið uppi heiðri lands og þjóðar og Habba sent eitt frá Oz, takk fyrir það mín kæru!) Sko í sambandi við comment frá ykkur, þá er svo gaman að heyra í ykkur, að nú ég kalla núna eftir smá skilaboðum! Eða eruð þið öll upp á fjöllum í lopapeysum að lifa á náttúrunni á þessum krepputímum...??
Læt hér fylgja með mynd af versta mat sem við höfum fengið í ferðinni. Keyptum þetta á lokal-stað í Salta í Argentínu, héldum að við værum að panta grillkjöt, vorum mjög svöng, pöntuðum 5 skammta!! Fengum þessa þarma, sem litu hryllilega út og voru verri á bragðið en þeir litu út fyrir að vera....

No comments:

Blog Archive