Sunday, June 14, 2009

Torgið í Arequipa að kvöldlagi


Það dimmir hérna milli hálfsex og sex á kvöldin og þá er torgið lýst upp. Það er ofsalega mikið líf í kringum torgið, fólk notar það til að hittast, spjalla, sýna sig og sjá aðra. Þarna vinstra megin er hliðið að kirkunni, þar sem fólk hefur safnast saman og hengt upp miða og spjöld til að sýna samstöðu með frumbyggjunum í skóginum sem eru að mótmæla yfirgangi stjórnvaldanna. Oft sér maður fullt af fólki koma út úr kirkjunni eftir messu. Virðist alltaf vel mætt, jafnvel þó það sé ekki jarðaför eða ferming....

1 comment:

Erna Björnsdóttir said...

Rosalega kósý íbúðin ykkar :) Og vá hvað þið eruð dugleg með þennan sparta kúr hehe ;)

Blog Archive