
Á meðan á 3ja vikna Spartanfæðinu stóð, þá var jú sykur og hveiti út úr myndinni. Eitthvað þarf maður nú að hafa sem nasl eftir mat o gþegar maður er "lækker-sulten", svo ég prófaði mig áfram í kókoskúlum. Hitti á þessa líka fínu blöndu úr haframjöli, hreinu smjöri, hunangi, kókosi, möndlum og hreinu kakói. Ferlega gott og hollt nammi!
No comments:
Post a Comment