Wednesday, June 3, 2009

The Astronaut


Þessi fannst mér alveg frábær. Hann er gerður í lítinn hól, meðan flest hin merkin eru gerð á sléttunni í eyðimörkinni. Hann er svona sakleysislegur og vinkar til manns, ferlega sætur. Ef þið kíkið svo efst á myndina, þá sjáið þið ástæðuna fyrir því að ég var næstum búin að gera í brækurnar nokkrum sinnum í ferðinni, því flugmaðurinn hafði svo gaman að því að sýna okkur myndirnar, að hann lét flugvélina fljúga hér um bil lóðrétta, meðan hann horfði bara út um hliðargluggann og var bendandi á hitt og þetta, sem ég bara sá ekki fyrir öllum hvítu blettunum sem birtust þegar hræðslan ætlaði að drepa mig. Astronautinn hló bara að mér og vinkaði meira.

2 comments:

Unknown said...

Þetta er alveg magnað. Hvernig var þetta gert (er það vitað)? Hvernig helst þetta svona skýrt eftir allan þennan tíma?

Bestu kveðjur frá besta og fallegasta landi í heimi!

Vala said...

Hæ Bragi, gaman að heyra í þér! Jú, þetta er svo skýrt því það rignir hér um bil aldrei þarna! Og svo er eiginlega aldrei rok heldur, allavega ekki svona íslenskt rok sem tekur þakplötur með sér. Það var rosalega gaman að sjá þetta1 Flugmaðurinn minnti soldið á þig Bragi, alveg eins hár og svona svipuð týpa, svo segir Gaui mér að þú sért kominn með flugmannspróf! Til hamingju með það :) kannski síðust að frétta, en better late than never...

Blog Archive