Sunday, June 14, 2009

Strípur


Við Viktor ákváðum um daginn að prófa að setja í okkur strípur. Ég hef prófað nokkrar stofur hér og þar í Suður-Ameríku en aldrei verið ánægð með útkomuna (engar stofur jafn góðar og Pílus í Mosó!), svo nú ákváðum við bara að gera þetta sjálf. Við fundum strípu-pakka í súpermarkaðinum á sex-hundruð kall, eitthvað voða fínt Latino-merki "si, si, si, myu bien!!" sagði litla konan í búðinni. Ég hef aldrei gert þetta áður, svo ég þurfti að draga djúpt andann þegar ég sá að leiðbeiningarnar allar voru á spænsku og herbresku. Settist út í garð, með orðabókina að vopni og reyndi að feta mig gegnum þetta svakalega skjal. Eftir 30 mín var ég orðin nægilega leið á þessu, til að verða kærulaus, kallaði á fórnarlambið og vatt mér bara í verkið. Viktor er hugrakkur drengur og treystir mömmu sinni vel, svo hann var ekki að hika við þetta. Og útkoman var bara flott! Þegar ég var búin að setja í hann, þá setti ég í sjálfa mig. Það er ótrúlega frelsandi þegar maður er að gera eitthvað svona, að hugsa bara um það, að ég þekki ekki neinn hérna! Þannig að ef þetta mistekst, þá lendi ég ekki í því að hitta fólk sem vissi hvernig ég var áður, úti á götu. Því ég hitti aldrei neinn sem ég þekki úti á götu. Hef ekki gert það síðustu 10 mánuði!
Svo þegar ég var að segja Höbbu frá strípunum, þá spurði hún "hvernig er þær á litinn??", nokkuð sem mér hefði aldrei dottið í hug, að fá sér einhvern lit!! Strípur í mínum huga eru bara "high-lights" eins og mamma segir. Þar kom í ljós hvor okkar er meiri ævintýramanneskja þegar kemur að hárinu, hehe.

1 comment:

Anonymous said...

HAHAHAHAHA já maður ég tek það nú alveg á mig að vera hugrakkari í hárlituninni! Líka klippingum ;) Ég skora á ykkur öll að breyta um lit...dökk í ljóst, ljós í dökkt, grár í rautt og rauður í ljóst líka :)

Blog Archive