Sunday, June 14, 2009

Eldhúsið


Hér erum við ansi mikinn part úr deginum, ýmist við skólavinnu, tölvuvinnu, að elda, borða, spjalla og teikna. Þetta er stórt eldhús, með stóru borði í miðjunni sem eiginlega fyllir upp í allt eldhúsið. Þaðan sem ég tek myndina er garðhurðin (ég sný sem sagt baki í garðhurðina), en við höfum aðgang að litlum garði þar sem við getum setið í sólinni, æft og svo er tvöfaldur vaskur þar sem ég þvæ fötin okkar. Gaui snýr baki í hurðina sem leiðir mann út í gang/stofu og hefur aðra höndina á stóra, trausta og gamla ísskápnum sem við erum með. Nú ætlar Orri að skella sér í appelsínugula ponsjóinn sem ég keypti á markaði hér og prúttaði niður í ekki neitt, og sýna okkur íbúðina.

1 comment:

Anonymous said...

Frábært að fá að sjá íbúðina loksins! Virðist mjög fín. Og dásamlegar myndir af ykkur og strákunum. Einhvernveginn gefur það ömmunni meira að sjá myndir af ykkur, en landslaginu og fornminjunum, þótt þau séu mjög áhugaverð líka. En það er nú bara eitthvað persónulegt.
Meiri háttar skemmtilegt blogg.

Ástarkveðja, amma Dóra

Blog Archive