
Hér og þar í þessu þurra landi þar sem ryk rauk upp í kringum okkur í hverju skrefi, þá komu svona svæði þar sem allt var grænt og fallegt. Þetta var í kringum litlar lækjarsprænur sem skoppuðu rólega niður hlíðina, svo pínulitlar en samt svona voldugar að geta hjálpað öllum þessum gróðri að vaxa. Ótrúlega fyndið að vera að labba í ryki og sandi, og vera svo allt í einu kominn í gróður og moldardrullu, allt á sömu mínútunni. Þarna er klukkutímagangan orðin ca tveir og hálfur tími og við farin að spara vatnið... you never know.
No comments:
Post a Comment