
Hann Apríkósa er snillingur í að ganga á afturfótunum, þegar hann sér möguleika á smá snarli. Hér er hann í bláa og rauða settinu sínu, svo á hann líka græna prjónapeysu. Hann er alltaf klæddur í hundaföt (það virðist mikil tíska hér í Perú), nema þegar hann fær þvott úti í garði, þá verður hann skjannahvítur og ógurlega montinn, kemur hlaupandi inn í eldhúsið til okkar og hristir sig rækilega!
No comments:
Post a Comment