Wednesday, June 3, 2009

Eftir grafarræningja




Eftir að grafarræningjarnir voru búnir að ræna grafirnar þá skildu þeir bara bein og klæði eftir á víðavangi, voru lítið að spá í virðingu fyrir þessum 800 ára grafreitum. Þetta er látið liggja nokkuð óhreyft á svæðinu þar sem gamli kirkjugarðurinn er, allavega sum beinin, leirkera-restar og tau-leifar, til að sýna hvernig skilið var við þetta. Stundum finnast lærleggir og jafnvel hauskúpur hér og þar í eyðimörkinni , þá t.d. vegna þess að fólk hefur dáið á leiðinni að sjónum í leit að fæðu og þá er beinunum komið til skila og sett í grafreitina, öllu raðað í voða fína og skipulagða röð, lærleggir saman, hryggjaliðir saman og fleira. Spurning hvort þetta sé einhver í Meyjar-merkinu sem raðar í grafirnar...?

No comments:

Blog Archive