Við höfum ekki haft þann lúxus að hafa þvottavél síðan í mars, þegar við vorum í Buenos Aires. Ég er sjálfskipuð þvottakona fjölskyldunnar (veit ekki alveg hvernig ég fékk þann titil, en hann er minn). Hér í Arequipa-íbúðinni er ekkert heitt vatn, og við hitum alltaf upp allt þvottavatn á einni af þessum tveimur gashellum sem við höfum í eldhúsinu. Svo þvæ ég og þvæ, hverja einustu spjör af okkur, viskustykkin okkar tvo, handklæði og meira að segja sængurföt og einu sinni gardínu. Þegar við komum var gardínan í einu strákaherberginu þannig að ef maður renndi henni fyrir gluggann, þá stóð maður í ryk-skýi á eftir. Það þarf mikið til að ég hreinlega nenni að taka gardínu niður, það veit hún tengdó, sem hjálpaði mér með nýjar gardínur þegar við fluttum inn í íbúðina í Mosó, hún vildi setja þær upp til að athuga síddina, sem var svona líka fín hjá henni og svo þurfti hún eiginlega að glíma mig niður til að fá leyfi til að taka þær AFTUR niður, því það þurfti að þvo þær og strauja!! Ég sá engan tilgang í þessu, en tengdó er þrjóskari en ég í svona málum, svo hún vann. Og nú getur hún líklega gert sér í hugarlund hversu SVAKAlega þær hafa verið skítugar, fyrst ég tók þær sjálfviljug niður og HANDÞVOÐI þær. Ipodinn minn er life-saver á þessum þvottastundum og með músik í eyrunum og sólina sem skín alla daga og þurrkar þvottinn á no time, þá er ég bara happy camper! Og ég á aldrei eftir að kvarta heima á Íslandi þegar ég þarf að handþvo eina og eina peysu! Það er sko piece of cake!! Með krana sem úr kemur heitt vatn og þvottavél til að þvo langstærsta hlutann af þvottinum! Lúxus.
Sunday, June 14, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Blog Archive
-
▼
2009
(299)
-
▼
June
(81)
- Santa Catalina klaustrið
- Pakkinn frá mömmu
- Förum á morgun frá Avenida Emmel
- Við höfum æft mikið..
- ..stundum soldið kalt..
- Já..
- Colca Canyon ferðin
- Þjóðarréttur "utan-höfuðborgar-fólksins"
- Clive englendingur
- Rifin upp í þjóðdans
- Vaknað snemma
- Allt í pöllum
- Fátækleg híbýlí
- Í gilinu
- Colca Canyon
- Condor
- Fálkinn að sýna vængina
- Viktor með fuglinn
- Orri flottur
- Varningur til sölu
- Smalar
- Á veitingastað..
- Eins og módel
- Á hæsta punkti
- Á einum af hærri punktum leiðarinnar
- Bakpokaliðinu..
- Orri hjá ísnum..
- Condor
- Dagsferðin
- Ræktuð svæði..
- Vatn þýðir gróður!
- Ýmislegt fallegt í eyðimörkinni þurru..
- Þarna er þetta fína hús
- Þa´þurrtadna!!
- Margt fallegt
- Hvílum lúin bein..
- Inni í gilinu...
- Fjölskylduæfingar í Arequipa :)
- Ein af uppáhaldsmyndunum mínum
- Torgið í Arequipa að kvöldlagi
- Fyrsta bréfið komið!!
- Strípur
- Strípurnar hjá Viktori
- Hér sést aðeins í strípurnar mínar..
- Byggingar við torgið
- Á kaffihúsi við torgið
- Hann Apríkósa
- Svona fær maður bita!
- Eldhúsið
- Í herbergi Arnórs
- Sést inn í eldhúsið
- Stofan
- Gangurinn
- Herbergi Orra og eins af stærri strákunum
- Ponsjó
- Kókoskúlur
- Handþvottur
- Órói í Perú
- Þarna er Misti
- Skóli og vinna
- Í fótbolta
- Ávaxtakallinn
- Er þetta Esjan..?
- Bestu rúturnar í Perú
- ....það er búið að vera svo ógurlega lítið um við...
- Landakortið okkar!View my profileCreate your own t...
- Jei, allir kátir..
- Allir að setja belti og heyrnartól!
- Útsýnið úr flugvélinni
- The Astronaut
- Me and my monkey
- Köngulóin
- Kólibrífuglinn
- Flamengo-fuglinn
- Hendurnar og Tréð
- Yess, komin á jörðina aftur!!
- Gaui kátur...
- Svona hress!!!
- Kirkjugarður, opinn
- Rastafari
- Eftir grafarræningja
-
▼
June
(81)
1 comment:
Þú hefur greinilega kynnst hamingjunni við að nálgast frumkonuna í sjálfri þér.
Það er eitthvað einstakleglega gaman við að hreinsa skítugu spjarirnar maka og barna í upphituðu vatni við frumstæðar aðstæður. Vinda, skola, vinda, skola. Man eftir mér í Barmahlíð við slíkt úti á palli,var hamingjusöm, voða gaman. Í tvo daga. En í sex vikur! Þú hlýtur að hafa frábær gen Vala mín!
Kveðja, mamma
Post a Comment