Tuesday, May 26, 2009

Herbergisfélagar


Í Huacachina vorum við í 9 manna hostel-herbergi, sem okkur Gauja leist nú ekki á fyrst, en við vorum rosalega heppin með herbergisfélaga og höfum ekki yfir neinu að kvarta í sambandi við að deila herbergi á hosteli. Þessir tveir gaurar, annar frá Ástralíu og hinn frá Kanada fengu heldur betur að kynnast guttunum. Eiginlega um leið og þeir mættu í herbergið eftir dagsferð í eyðimörkinni byrjaði Arnór að athuga hvar tónlistarsmekkurinn lægi: "Do you like Kiss?", það kom nú smá hik á Ástralann, sem svaraði svo "well, I used to be a fan, my dad actually took me to a concert in Australia when I was about your age". "Ok" svaraði Arnór, "who was the drummer", "eeeh, well..." "was it Peter Criss, Eric Singer or Eric Carr??" "eeeeehh... " og þá kom ég aðeins til bjargar og sagði "what, you can´t remember?? how can that be?" og hann var fljótur að koma til og hló og sagði "I guess I wasn´t paying enough attention..", þá horfði Arnór á hann og sagði "ok, you don´t remember.. but who was the lead guitarist, Ace Frehley, Vinnie Vincent, Mark St. John, Bruce Kulkick og Tommy Thayer?" "eeeeeehh.. aren´t you supposed to be asleep now?". Það var voða gaman að kynnast þeim og Orri fékk mikið kitl og allir æfðu sig mikið í enskunni.

2 comments:

Unknown said...

Er þetta ekki Ólafur Elíasson með ykkur þarna á myndinni?

Vala said...

Jú, hann hefur verið að ferðast eð bakpokann sinn um Bólivíu og Perú, sefur á hostelum, yfirleitt í herbergi með fullt af fólki, það er ódýrara. Hann var hress.