Sunday, May 24, 2009

Ballestas eyjarnar


Frá Paracas (sem við heimsóttum eftir Lima)

er hægt að fara í siglingu út í Ballestas eyjur, en það er eyjaklasi sem er friðaður og mannaferðir mjög takmarkaðar. Þannig hefur dýralíf blómstrað einstaklega vel og fjöldi dýranna er svakalegur. Eyjarnar eru stundum nefndar "Poor mans Galapagos" og vísar í það að dýralífið er svipað (þó auðvitað töluvert minna svæði) og mun ódýrara er að fara þangað í skoðunarferð en til Galapagos. Siglingin er tveir tímar, og var rosalega skemmtileg. Þarna er karl-sæljón í miðjunni, þykir víst frekar lítill karl og því ungur, en nóg var hann frekur við kellingarnar í kringum hann, gargaði og kvartaði, skipandi þeim fyrir, en þær hlustuðu lítið á hann, lágu bara í sólskininu og dormuðu.

No comments: