
Við Gaui fórum þrisvar upp á sandfjallið góða fyrir ofan hostelið, og í einni ferðinni fórum við til að sjá sólsetrið, rosa rómó. Þetta var einstök sjón og ég er eiginlega ennþá alveg gáttuð á hve mikil víðátta þessi eyðimörk er, sandur, sandur og ekkert nema sandur! Svo húka lítil þorp þarna hér og þar, og ekki nóg með að sandurinn/umhverfið sé allt brúnt, heldur eru húsin í þessum eyðimerkur-þorpum líka brún.
No comments:
Post a Comment