Sunday, May 24, 2009

Gúanóið


Einu mannaferðirnar sem eru leyfðar í Ballestas-eyjunum eru "gúanó-vinnumenn" og vísindamenn sem stunda rannsóknir á eyjunum.
Gúanóið þykir mikið verðmæti, er notað sem áburður og virkar einstaklega vel. Bryggjan var byggð vegna gúanótínslunnar, en hún er leyfð 7. hvert ár á hverju svæði, þá er skafinn upp fuglaskíturinn í fötur og allt flutt í land. Sums staðar er jafnvel sagður vera um 10m djúpur gúanó á eyjunum, svo þetta er svo sannarlega skíta-jobb! Mest fannst mér af mávum þarna í kring, svo voru mörgæsir og kríutegundir, en einnig voru alls konar fuglategundir sem ég þekki ekki nöfnin á. Stóri fuglinn á vírnum, sem er að breiða út vængina er hrægammur, það var þó nokkuð að þeim líka.

No comments: