Tuesday, May 5, 2009

Æfingar yfir sjávarmáli

Við vorum komin upp í 3000m hæð í Tupiza, fundum vel fyrir því og vorum mjög sátt við að vera þarna í tvo daga, meðan við vorum að venjast hæðinni. Við prófuðum á öðrum degi að taka smá æfingu (hindu push ups á videoi), og það var freeekar erfitt. Eftir 1 mínútu vorum við farin að blása eins og offitusjúkir stórreykingarmenn á kvennafari og þurftum pásu, hehe. Skil vel að Bólivíska landsliðið hafi unnið það Argentínska 6-1 á vellinum í La Paz í síðasta mánuði, en þar eru þeir um 4500m yfir sjávarmáli. Bólivíu-búar voru að vonum ánægðir, Maradonna ekki sáttur og Argentína í sárum. En hvað er hægt að gera í þessari hæð!!! Þetta er svakalega ólíkt því að hlaupa við sjávarmál.

No comments: