Sunday, May 24, 2009

Skoðunarferð í eyðimörk við sjóinn


Paracas er þorp sem liggur í eyðimörkinni, þeirri þurrustu í Perú og þar rignir bara 2mm á ári að meðaltali. Það skrítna í þessu fannst mér vera að eyðimörkin liggur svo alveg að sjónum og andstæðurnar því svo skýrar. Eyðimörkin var einu sinni undir sjó, og jarðvegurinn er ennþá svo saltur að ekki ein einasta planta þrífst þarna. Ekki stingandi strá, svo langt sem augað eygir, nema þar sem bærinn er, en þar hefur jarðveginum verið skipt út að hluta til að gera jörðina lífvænni. Viktor er farinn að jafna sig vel eftir tábrotið, en vinsældir hækjanna minnka ekki við það. Þær eru t.d. ágætis tæki til að taka stórt og mikið gítarsóló öllum í kring til gleði og yndisauka.

No comments: