Tuesday, May 5, 2009

Uyuni - La Paz


Best að byrja aftast í fæslum dagsins í dag (byrja á póstinum á undan "markaðir", því ég hef skrifað þetta "löbende" yfir þessa daga sem við vorum í Bólivíu (gerði dagbók í tölvunni, því netið var bara ekki available í Bólivíu, nema einstaka einstaka sinnum) og setti þetta inn í dag, en auðvitað í "afturábakröð". Veit ekki hvort löng ferðalög séu að spila með gráu sellurnar eða hvort það sé hæðin yfir sjávarmáli sem taki nokkrar blaðsíður eða hvort síðasta nótt hafi haft þessi áhrif, en Anrór og Orri fengu þá svakalegustu magakveisu sem komið hefur í ferðinni. Við Gaui vorum á vakt í alla nótt, ábyrgðinni var dreift þannig að Gaui sá um það sem kom út um munninn, meðan ég sá um það sem kom út um bossann, allt í vökvaformi og aumingja drengirnir sátu á klósettinu til skiptis, með bala í fanginu og Orri litli þurfti tvisvar að fara í sturtu í nótt, því hann bara fann ekki þegar niðarinn kom... mm mm mm, hressandi nótt sem sagt. Sem betur fer eru þeir á batavegi núna, sofa inni í herbergi, alveg búnir á því, en sterió-útsendingar eru hættar í bili... Erum komin til Lima í Perú, og ég skrifa um það á næstu dögum :) Líst rosa vel á Lima!!

Að ferðalaginu til La Paz, hæstu höfuðborgar í heimi:

Fína rútuferðin til La Paz var svo næst á dagskrá, við vorum mætt tímanlega og meðan við guttarnir fórum í súkkulaðiferð (alltaf gott að hafa smá súkkulaði í langri rútuferð, og eiginlega pottþétt að maginn þoli það!) þá fylgdist Gaui með töskunum. Þegar við komum svo tilbaka benti hann okkur á lítinn gutta, sem stóð aleinn á upphækkun á miðri götunni. Í Bólivíu er sko ekkert um tillitsama umferð, og bílarnir og rúturnar keyrðu bara á fullri ferð framhjá þessum gutta, sem hágrét. Eftir nokkrar mínútur voru ansi margir farnir að fylgjast með honum, hann hágrét bara en enginn gerði neitt. Fyrst datt okkur í hug að hann væri settur í skammakrókinn, því konur í sölubás voru mikið að fylgjast með honum, þar sem hann reyndi að klifra niður en hætti alltaf við. Við vildum ekki blanda okkur, töldum þetta uppeldisaðferð, en svo var þetta bara of mikið. Gaui sagði þá við mig „farðu að tala við hann“ eins og ég væri fluent í spænskunni, ég hikaði, en þá sagði Orri „jú, mamma, við verðum, ég skal koma með þér, ég þori!“. Svo við fórum og ég spurði hann „donde esta mama?“, hann hætti að gráta og horfði hissa á þessa skrítnu konu og sagði ekki neitt. Þá kom konan úr sölubásnum, ég spurði hana, en hún þekkti þá guttann ekki neitt. Þá var ekkert annað í stöðunni en að taka litla strákinn upp og forða honum allavega út af götunni. Hann var ekkert á móti því að ég tæki hann upp, ég notaði rosalega rólega rödd, talaði bara við hann á íslensku á milli þess sem ég sagði „donde esta mama?“ og hann varð rólegur og hætti alveg að gráta. Þetta var svona tveggja ára gutti, klæddur í ponsjó, með hatt, dökkbrún augu og svart hár, Alger dúlla, en táraslóð niður bústnar kinnarnar. Ég spurði leigubílstjóra sem höfðu verið að fylgjast með honum, þeir vissu hvar hann ætti heima, en vildu ekki hjálpa. Bentu mér bara í átt að heimilinu og þá kom maður á hjóli að okkur og bauðst til að fylgja mér með hann. Ég byrjaði að elta kallinn, en þá fór guttinn bara aftur að gráta og ég sagði að þetta væri ekki sniðugt, hann vildi ekki fara. Þá bauðst kallinn til að taka guttann, en sá stutti varð alveg vitlaus þegar ég ætlaði að rétta hann yfir. Þá hlustaði ég bara á instinct og sá að guttinn byrjaði að benta í átt að einni sölugötunni. Ég elti þá áttina sem hann benti, aftur orðinn rólegur, en horfi svakalega hissa á mig öðru hvoru, líklega aldrei séð gringóa svona nálægt. Arnór og Orri eltu mig og voru mín stoð og stytta í þessu, meðan Viktor og Gaui vöktuðu töskurnar og við enduðum á að finna mömmu hans. Þá var hún að spjalla við eina konuna í sölubásum í götunni og hún fékk bara hláturskast þegar hún sá mig með Rico litla!! Það voru nú ekki miklar áhyggjur yfir að tveggja ára barn væri eitt að rölta um bæinn, og þegar ég sagði henni frá hvar ég fann hann, á miðri umferðareyju, þá bara brosti hún og tók hann. Harður heimur hér og nokkuð ljóst að við erum dulítið meiri hænsnamömmur með börnin okkar en þær hér. En hún þakkaði mér fyrir og við kvöddum Rico litla og töltum tilbaka að rútustöðinni þar sem beið okkar 11 tíma rútuferð.
Rútan var svo sem ágæt, ekki mikið pláss og engin fótpallur, þannig að maður hallaði sætinu aftur og reyndi að láta fara vel um sig. Það sem Andrea, sú sem reddaði ferðinni, hafði lýst sem "a little bumby the first part of the journey" reyndist vera um 7 klukkutímar á mesta þvottabrettisvegi sem ég hef prófað. Hristingurinn var slíkur að ég er illa svikin ef appelsínuhúðin sem ég hef auðvitað ekki, sé ekki öll horfin. Nýrnabelti eins og mótorhjólamenn nota hefði komið sér vel og gott ef nýrun eru ekki bara komin niður í leggi eftir þessa ferð. Eeen, þrátt fyrir hristing gekk þetta nokkuð vel, engin bílveiki (sem er gersamlega yfirnáttúrulegt!!) og þar sem ekkert klósett var í rútunni í þessari 11 tíma ferð, þá var stoppað kl. tvö um nótt við lítið joint í litlu þropi og allir stilltu sér í röð við kamar í bakgarðinum, með vatnskönnu í hendinni til að renna afurðunum neðar í rörið sem miða átti í.... ýmislegt skemmtilegt hægt að gera sér til dundurs á nóttunni, en þetta var ekki á vinsældarlistanum mínum.

3 comments:

Anonymous said...

Ég fékk nett áfall vegna litla Rico.Hvað ef þið hefðuð ekki komið? Og hvað með öll hin börnin sem verða þarna á morgun og hinn og enginn kemur til bjargar?
Skítt með klósettaðstöður, en lítil börn á vergangi, það er hrikalegt og hræðilega sorglegt.
Ég skal ekki lyfta brún, þótt þið komið heim með 15 ættleidd börn.

Vona að Arnóri og Orra hafi batnað magakveisan og þið fáið rólegan tíma í Lima.

Kveðja, amma Dóra

arna said...

Vá! það er greinilega ýmislegt sem þið lendið í þarna, alltaf jafn gaman að lesa bloggið =)

Anonymous said...

Frábær lýsing og saga af stráknum honum Rico...var nu ad vona ad sagan hefdi endad med ad thi kæmud bara med drengsa heim, engin munur á 4 eda 5 strakum, er thad nokkud Vala? Vona ad strakarnir seu ordnir hressir, ekki öfundsvert hlutverk tharna um nóttina. Gaui, kemuru sem sagt ekki á 20 ara reunion i MS :-), bara skreppa adeins! Hilsen, Kiddi.