Tuesday, May 5, 2009

Saltvatnið


Svo var það Saltvatnið!! Svakalegt landsvæði, hvítt svo langt sem augað eygir!! Reynslubankinn segir manni að þetta sé snjór, en svo er sko ekki. Þorpsbúar vinna saltið og selja það um alla Bólivíu, en svo gera þeir sér líka hús úr saltinu. Þetta er magnaður staður og ótrúlegt að vera þarna. Við prófuðum að smakka allt, jörðina, húsin, listaverkin sem eru gerð úr þessu. Allt brimsalt!!

No comments: