Alltaf eitthvað að gerast og nú er það Viktor sem sér um spennuna. Hann var að leika sér í upphífingastönginni niður í CrossFit Peru stöðinni í gær og Orra datt í hug að skella stóru boxi undir stöngina til að komast sjálfur upp, án þess að pæla í að það væri sniðugt að leyfa Viktori að klára. Allavega, Viktor var á svakasveiflu og dúndraði hægri fæti í boxið oooooog "baug-táin" er núna blá, falleg og mjööööög aum. Vitum ekki hvort hún er brotin, í raun lítið sem er gert við brotna tá, en ætli það komi ekki í ljós á næstu dögum. Ef óþægindin fara ekki að hjaðna, getur verið að við verðum grand á því og splæsum í rönten. Svo þegar við komum heim á hostelið eftir tásu-slysið, Viktor hoppandi á einum fæti með tilheyrandi stunum og látum, því það fer ekki mikið fyrir nettleikanum hjá elsku guttanum, þá kíkir ein stelpan sem vinnur hér fram, spyr hvað sé að, og vippar sér svo inn í geymslu og kemur fram með tvær hækjur. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég meina það, það er allt til hérna!! Þetta er frábært hostel. Þegar okkur vantar smá upplýsingar um einhvern stað eða hvert væri sniðugt að fara eftir Lima, þá fáum við svakalegan fyrirlestur, með milljón hugmyndum, svo er síminn gripinn á lofti og öllu reddað fyrir okkur. Við höllum okkur aftur og chillum, and don´t have to worry our little heads about it! Very lovely.
Friday, May 15, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Blog Archive
-
▼
2009
(299)
-
▼
May
(39)
- Huacachina
- Sólsetur í eyðimörkinni
- Sandfjallið - og smá mont
- Sand-boarding
- Orri í eyðimörkinni stóru
- Buggy-riding in the desert
- Herbergisfélagar
- Austurlensk fegurð..?
- Páfagaukar á hosteli
- Sólsetur í Paracas
- Skoðunarferð í eyðimörk við sjóinn
- Eruð þið með mat?
- Pelikanar
- Á leið til Ballestas eyjanna....
- The man and the sea..
- Gúanóið
- Ballestas eyjarnar
- Paracas
- Ceviche
- Aftur on the road
- Leikir
- Rafmagið í Lima
- Vinir frá Hollandi
- Orri að læra
- Viktor á hækjum og fleira
- Erum í Lima
- Leiksvæði í Lima
- Leiksvæði í La Paz
- Í La Paz
- Uyuni - La Paz
- Salthótelið
- Saltvatnið
- Uyuni og rútuferð og hrrrotel
- Æfingar yfir sjávarmáli
- Tupiza - Uyuni í Bólivíu
- Markadir
- Kosningavakan :)
- Klaednadur
- Komin til Boliviu
-
▼
May
(39)
No comments:
Post a Comment