Sunday, May 24, 2009

Ceviche


Þetta er þjóðarréttur Perú, Ceviche, sem er hrár ferskur fiskur marineraður í limesafa og chilli, yfirleitt borið fram með hráum rauðlauk, og sætum kartöflum. Þetta er geeeeeeeðveikt gott og ég set hér með inn pöntun til Gumma hennar Maríu! Eeeeeelsku Gummi, þar sem þú ert nú einn besti kokkur sem ég þekki, viiiiltu vera svo vænn að bjóða okkur í mat eftir heimkomu þar sem við getum gert þetta saman og borðað? Væri gaman að prófa sig áfram með þennan rétt undir góðri leiðsögn eðalkokks! :) Þeir nota mismunandi fisktegundir, en þær þurfa að vera þétta, dugar ekki með ýsu og þorsk held ég. Manni líður svakalega vel eftir svona máltíð, þetta gerist varla hollara! Eina sem þarf að passa hér er að velja öruggan veitingastað til að borða þetta, maður er ekkert að taka sjénsa með hráan fisk og "The Lima welcome" eins og þeir kalla niðurganginn sem oft herjar á nýkomna túrista.... Been there, done that..

2 comments:

Anonymous said...

Elsku kellingin mín, ekki málið að kokka eitt Ceviche fyrir ykkur og það í tíma og ótíma!! Koddu með lime frá Lima og við fáum okkur chilli frá Seychelles og urrrriða úr Þingvallavatni og "luder" úr Faxaflóanum en þær eru voða-voða móttækilegar fyrir smá spæsi og soleiðis -jú nó...
Hlakka til að fá ykkur öll og Barmahlíð er ykkar þegar þið komið heim - við erum að punta og gera sager og það verður yndislegt að fá að upplifa með ykkur ferðina. Við erum að tala um myndvarpa, dolby og allan pakkann?? María vill endilega frá St.Bernard hund núna - svona krúttlegan þú veist :-) Gangi allt vel og carpediem!!!!
Gummi KOKKUR!!

Vala said...

Jei!!!!!!! Vá hvað ég hlakka til!! :) skil þetta með St. Bernhards hund, þeir eru æðislegir, en eruð þið þá komin með stærra hús?? ;) þeir eru jafn stórir og nettur skógarbjörn.. mjög knúsilegir! Hlakka mikið til að koma í Barmahlíð, hef rosalega oft hugsað um Barmó og umhverfið þar, fátt í heiminum sem er jafnfallegt! :))