Tuesday, April 21, 2009

Santiago, Chile


Við stoppuðum tvo daga í Santiago, höfuðborg Chile. Við komum frá suðurhluta Chile, Frutillar. Við höfðum í raun lítið heyrt um Santiago annað en að hún væri ein mengaðasta höfuðborg í heimi og einnig ein auðveldasta höfuðborg í heimi fyrir ferðamenn, því það er svo auðvelt að rata í henni.

Eftir þessa tveggja dvöl í borginni var einstaklega skemmtilegur litur á eyrnapinnunum sem við notuðum, augun orðin rauðþrútin og mikið hnerrað. Alger synd að þetta skuli vera svona og heldur betur tími til að gera eitthvað róttækt í mengunarmálum!!

2 comments:

Anonymous said...

Eiginlega mjög sorgleg lýsing á thessu umhverfisvanda - um ad gera ad drifa sig i burtu ur borginni thegar vidbrogdin eru svona hja ykkur. En umfram allt: áfram góda ferd. Hilsen KG.

Vala said...

Hæ Kiddi, sammála, vona bara að þeir geri eitthvað í þessu í Chile.

Við komin til Salta í Argentínu, biðjum að heilsa, gaman að heyra í þér! kær kveðja, Vala