Sunday, April 12, 2009

Útsýnið


Ég þreytist seint á þessu útsýni hér í bústaðnum og það fer að slaga í milljónustu myndina svei mér þá. Þessi tvö eldfjöll sem sjást á myndinni sáum við "up close" í smá skoðunarferð sem við fórum í á föstudag. Þetta vinstra megin gaus síðast á nítjándu öld, en þetta hægra megin gaus 1949 síðast. Bæði eru ennþá virk og eins og bílstjórinn útskýrði fyrir mér, þá er þetta mjög spennandi því þau gætu gosið á hverri stundu!! Dammdammdaramm!! Þetta hægra megin var fram að síðasta gosi einni keilulaga, en toppurinn hrundi þá. Ég veit ekki hvað nágrennið hér gerði ef Vulcan Osorno hryndi svona, þetta keilulaga listaverk náttúrunnar er aðal tákn sýslunnar og er á öllum varningi sem er beindur að túristum.

No comments: