
.. við erum að taka okkur á í upphífingum meðan við erum hér og það er ekkert smávegis sem hann Viktor er að sýna framfarir og styrk í þessu. Guttinn náði upphífingu með 8kg vatnsbrúsa hangandi í beltinu!! Arnór og Orri er líka hrikalega duglegir, tóku 20 upphífingar í dag!!
3 comments:
Hvað er upphífing?
Einhverskonar upplyfting - andleg eða líkamleg ?
Kveðja María
Jú, það er nú þannig að upphífing er BÆÐI andleg og líkamleg upplyfting.. þegar maður er farinn að geta hana :) maður hangir í stöng eða hringjum með beina handleggi og togar sig upp þannig að höfuð komi upp í lófahæð, notar bakvöðva, axlirm magavöðva, handleggsvöðva og jafnvel stundum andlitsvöðva, því maður grettir sig svo mikið :) við vinnum í þessu þegar ég kem heim ;) kissíkiss
VÁÁÁÁÁ 20 upphífingar. Það er vel gert.
Kv. Guðmundur
Post a Comment