..og voðalega lítið bloggað þessa dagana. Erum búin að vera í Santiago, höfuðborg Chile, sem er víst ein mengaðasta borg í heimi. Voðalega falleg borg til svona 11 á morgnanna, þá byrjar að leggjast yfir hana gul þoka, sem er bara mengun og þessari þoku léttir ekki fyrr en næstu nótt þegar bílunum fækkar. Borgin liggur milli fjallanna sem loka mengunina inni, því miður, svo þokan hindrar mann í að sjá þetta fallega umhverfi sem er í kringum borgina. En við höfðum það gott í Santiago, fólkið einstaklega vinalegt og lífleg borg og skemmtileg. Eftir Santiago var stefnan tekin á Mendoza í Argentínu, þar sem við keyrðum yfir Andesfjöllin, magnað að ferðast svona yfir fjallgarða. Kíkið á myndina, þetta voru svona tuttugu beygjur á brattasta kaflanum og öðru hvoru gegnum yfirbyggða kafla vegna hættu á steinhruni.
Erum svo búin að vera í 3 daga í Mendoza, núna búin að pakka og ætlum að dóla okkur hér fram á kvöld þegar rútan okkar fer af stað, til Tucuman. Eina sem við eiginlega vitum um þann stað er að það er mælt með að hafa með sér mýflugnafælu-sprey... hmmm.
No comments:
Post a Comment