Vorum eina nótt í viðbót í El Calafate, fallega bjálkabænum, og svo var það lengsta rútuferð sem við höfum farið í til þessa. Frá El Calafate til Bariloche, 28 klukkutímar. Lagt af stað hálfsex að kveldi og komið á áfangastað kl. 22 næsta dag. Og þetta gekk ótrúlega vel. Cirka about 8 DVD myndir, bollur með kæfu, rommý (ekki romm) og svefn, svefn, svefn og det var det. Komin til Bariloche! Þar hittum við á æðislegt hostel, þar sem við fengum heilt hús fyrir okkur, gamalt, lítið timburhús sem minnti á Ásbjarnastaði og vatnshljóð í pípunum sem minnti á Svanshól. Þegar við komum þangað, um hálftólf um kvöldið sögðu þau okkur að við þyrftum að vera mætt kl. hálfátta næsta morgun á lestarstöðina til að fá miða til Chile, önnur rútuferð, ca 5 tímar. Oooog við gubbuðum næstum. Vorum ekki lengi að panta aðra nótt hjá þeim og það var frábært í Bariloche. Rigning reyndar, en svakalega fallegur bær þar sem allt gengur út á essin tvö, skíði og súkkulaði! Ekki nægur snjór ennþá til að skíða, svo við fórum bara í súkkulaðið. Fórum í stærstu súkkulaðibúð sem ég hef komið í, pöntuðum hnallþórur og heitt súkkulaði, og hreinlega ultum út! Enginn gat klárað sinn skammt þrátt fyrir mikla baráttu og það var lítið rætt um súkkulaði meira þann daginn. En bærinn er fallegur og hostelið frábært! Það var byggt við gamalt hús, þar sem eldgömul kona býr, hálfblind með liðagigt og staf. Hún var á rölti þarna um, kom að heilsa upp á okkur tvisvar að spjalla um svæðið og sagði okkur aðeins frá sér. Hún á fjóra gutta sem eru aldir upp í garðinum þar sem hostelið er núna og þetta var eins og að tala við ömmu hennar Heiðu í fjöllunum (veit hún átti afa, en work with me here!). Einn af sonum hennar rekur hostelið núna, stór og þrekinn maður sem talar spænsku með þýskum hreim.
Gaui elskaði að vera þarna, enda sveitastrákur innst inni, þó með smá hommafóbíu! Hann sem alltaf hefur böggað mig um að burstaklippa hárið á sér, ef það er orðið lengra en 3mm, hefur ákveðið að láta ekki klippa sig í bili. Af hverju? Því hann tók eftir mynstri í Buenos Aires, hommapörin voru öll burstaklippt!! Það er frekar afslappað viðhorf gagnvart samkynhneigðum hér í Suður-Ameríku og mikið af auglýsingum í sjónvarpinu um stuðningshópa og slíkt. Allavega, Gaui vill ekki taka neina sjénsa, maður sem gengur um með eiginkonu og þrjá syni á eftir sér, ALLTAF!
Í rútunni að jöklinum var lesbíu-par við hliðiná okkur, að ferðast með mömmu annarrar sem sat fyrir framan þær. Það stoppaði þær nú ekki í að kyssast og kela alla ferðina. Eftir hálftíma tungukossa og kelerí hvíslaði einn guttanna að mér: „mamma, ég held þær séu samkynhneigðar!“. Eftir 3ja tíma rútuferð með keleríinu, hvíslaði annar guttanna að mér: „mamma, helduru að þær séu systur?“.
Í rútunni að jöklinum var lesbíu-par við hliðiná okkur, að ferðast með mömmu annarrar sem sat fyrir framan þær. Það stoppaði þær nú ekki í að kyssast og kela alla ferðina. Eftir hálftíma tungukossa og kelerí hvíslaði einn guttanna að mér: „mamma, ég held þær séu samkynhneigðar!“. Eftir 3ja tíma rútuferð með keleríinu, hvíslaði annar guttanna að mér: „mamma, helduru að þær séu systur?“.
No comments:
Post a Comment