Sunday, April 5, 2009

Háhyrningar


Á Peninsula Valdes svæðinu eru háhyrningar sem haga sér á annan hátt en nokkurstaðar fyrirfinnst í heiminum. Þeir koma upp á ströndina 3-4 karldýr saman og veiða sæljónsunga í matinn fyrir hópinn sinn. Þeir koma allt í einu upp úr sjónum, henda sér í flæðamálið og ná unga í ca 4 skipti af 10 tilraunum sem þeir gera í hverri fjöruferð. Þetta eru engin smálæti þegar þeir koma og þeir gera þetta bara ákveðinn hluta út ári, meðan sæljónsungarnir eru ekki búnir að læra á þessa hegðun háhyrninganna. Maður myndi halda að þessi flykki eigi það á hættu að komast ekki útí aftur, en þeir einhvernvegin mjaka sér í ölduna og komast alltaf út aftur. Þetta er víst algerlega magnað að sjá og ferðamenn koma í búntum í von um að vera svo heppnir að sjá þetta gerast. Við fórum ekki þarna (þetta er mynd af mynd :), vildum frekar fara í mörgæsanýlenduna, enda engar mörgæsir að sjá á Íslandi OG alls ekki líklegt að hitta á að sjá þetta gerast. Það þarf að keyra um 450 km rúnt til að skoða þetta og þar sem við vorum "milli" tveggja 17 tíma rútuferða, var laaangur bíltúr á malarvegi ekki freistandi. Hópur frá hostelinu fór að reyna að sjá svona árás, en voru ekki nógu heppin, háhyrningarnir voru ekki í fjöruveiði þann daginn.

No comments: