Við höfðum verið að pæla í því síðan við komum fyrir rúmri viku, hvernig það geti staðið á því að það er músaskítur á gluggasyllunni fyrir utan svefnherbergið okkar. Ég meina, við erum nú á 13. hæð, og eins og Gaui sagði "hvernig eiga mýs að komast svona hátt?". En ég þekki músaskít, hann tekur alltaf á móti manni eftir veturinn í Barmahlíð, og þetta var sko músaskítur. Við þrifum það, en alltaf kom nýr og nýr, enda heyrist oft lítið tíst á kvöldin fyrir ofan gluggann. Svo í þessu þrumuveðri, sem var alveg klikkað, það var eins og verið væri að gera loftárás á borgin, lætin voru þvílík og þrumur og eldingar aftur og aftur og aftur. Og þá sáum við nágrannana. Það eru leðurblökur. Þær flugu kringum gluggann okkar og voru alveg í panik yfir allri rigningunni og þær flugu inn í húsið, bara rétt fyrir ofan svefnherbergisgluggann okkar. Þetta var eins og í svaka hryllingsmynd, blossar frá þrumum og leðurblökur fljúgandi og skrækjandi við gluggann. Í svona eina sekúndu var ég alveg svona "ég vissi það!!" því leðurblökur eru jú fljúgandi mýs, og þetta var þá rétt hjá mér með músaskítinn. En svo kom sjokkið (það hjálpaði ekki að þetta var kl. þrjú um nótt) þegar ég fattaði "Leðurblökur!! í húsinu! Fyrir ofan svefnherbergið! Oj Oj Oj!!" og þá langaði mig að flytja út. Svo fór ég á netið, svona til að vera viss, googlaði "bats buenos aires". Og það kom fullt af niðurstöðum. Jú, nóg af leðurblökum í borginni og jú þær taka bólfestu í húsum... yfirleitt 100-200 í hóp. Og mig langaði að flytja út. En svo leið nóttin og í dagsbirtu eru öll vandamál einfaldari. Þær hafa nú ekki böggað okkur mikið hingað til, og ef við pössum að hafa ekki gluggana galopna á kvöldin, svo þær komi ekki óvart inn. Svo er nú eitt gott við þær, og það er að þær éta gríðarlega mikið af skordýrum.
Svo kvöldið eftir, þá vildi ég reyna að sjá hvar þær búa, svo ég tilkynnti Gauja að ég ætlaði að setjast út á svalirnar og horfa á leðurblökurnar, "viltu koma með?". Hann varð pínu skrítinn á svipinn og svaraði: "hmm, freistandi, kem kannski seinna".
5 comments:
Hæ hæ!
Í dag var endir á þemadögum í skólanum. Guðmundur Ágúst, Stefán og Óli fluttu leikrit með fleiri krökkum úr leikhópi sem hefur verið að æfa síðustu dagana í Bæjarleikhúsinu. Við vorum ánægð með okkar mann og alla krakkana! Atriðin voru tekin upp og koma líklega fljótlega á síðuna hjá Halldóri kennara í Varmárskóla (varmarskoli.is/halldor). Svo í kvöld fengum við góða gesti í mat sem voru til í að spila við okkur eftir matinn svo hér eru allir saddir og sælir og búnir að fá góða útrás við að spila!
Pakkinn frá Guðmundi fór í póst í fyrradag, kemur vonandi fljótlega.
Besta kveðja úr Furubyggð.
Jónína og Guðmundur Ágúst
Hæ þetta er Siggi mig langa spyrja þig um heimilsfangið þitt til þess að ég get sent þér eitthvað.
kv Sigurður :)
Leðurblökur eru lostæti á Seychelles.. Lætur þær liggja í edik í viku til 10 daga og þá fer mesta fílan, úrbeinar svo og býrð til leðurblökugúllash, nota mikið af chili og curry svona til að gera þetta kræsilegra... I'm not kidding :-) Alltaf gaman að skiptast á uppskriftum! Hafa hrísgrjón með... Gaman að lesa hjá ykkur - ævintýri og upplifun á hvrjum degi! Kossar og knús frá okkur Maríu
Gummi
HAHAHA, var einmitt að spá hvort við myndum ekki heyra í þér Gummi!! Úff, ég held það sé hætta á falli af 13 hæð ef ég reyni að ná einhverri dömunni á flugi... Okkur er annars farið að þykja soldið vænt um þær.. þær tísta okkur í svefn og svo heyrum við smá tíst alla nóttina, voða huggulegt!! Ég er annars með góða uppskrift af hundakjeti sem við rákumst á, er víst vinsælt í útkjálkum Suður-Ameríku.. endilega láttu vita ef þú hefur áhuga, það er einmitt karrý og chilli í henni líka :)) knús frá okkur ferðalöngunum!!!
Hæ Siggi, þetta er Viktor. Heimilisfangið er
Guðjón Svansson
Julian Alvares 2335 13° ´´E´´
Cap. Fed
Buenos Aires
Argentina
Ertu með msn? Ef þú ert með, geturðu þá addað "viktorgauti@gmail.com" og komið inná á mánudagskvöldið kl. 7 á íslenskum tíma??
Viktor
Post a Comment