Sunday, March 29, 2009

Perito Morano


Þarna erum við komin alla leið að jöklinum. Þetta er einn stærsti jökull í heimi og einn frægasti skriðjökull Suður-Ameríku og þar af leiðandi vinsælasti áfangastaður heimamanna. Skrítið að fara svona úr hitanum í Buenos Aires á einni viku, smá stopp í Puerto Madryn, þar sem hitastigið var "hlýtt á daginn, skítakuldi á kvöldin" þannig að bókstaflega ALLT var tekið upp úr töskunum þessa 3 daga sem við vorum þar. Svo eftir "bara" 35 klukkutíma í rútu frá Buenos Aires suður, þá er maður bara kominn að jökli! Alveg magnað. Þetta er einn af mjög fáum skriðjöklum heims sem er ekki að minnka, en þessi jökull skríður fram 2 metra á dag, og lengist að meðaltali 40cm á dag. Það var alveg magnað að komast svona nálægt, því maður heyrði rosalegar drunur í jöklinum þegar klumpar voru að fara að hrynja út í vatnið. Það er ansi sjaldgæft að stórir klumpar hrynji, en við vorum svo heppin að sjá nokkurra tonna stykki falla, með tilheyrandi látum og skvettum! Argentína er heldur betur land þar sem hægt er að sjá mörg mismunandi veðurskilyrði, fórum úr 43° hita við Igazu-fossana, yfir í frostmarkið við Perito Morano! En nú erum við í Ushuaia (sjá myndina fyrir ofan, hún var tekin í dag, bara rétt áðan :), komum í dag og verðum í tvo daga!!

No comments: