Wednesday, March 18, 2009

San Telmo


Fórum á þennan frábæra markað í San Telmo síðasta sunnudag og hann kom okkur heldur betur á óvart. Við vorum búin að ákveða stað sem góða Suður-Ameríku bókin okkar hafði bent okkur á í þessu hverfi, þar sem fallegur markaður væri haldin alla sunnudaga. Fundum hann á kortinu og tókum subway-ið í áttina og fórum svo að labba. Vorum komin í hverfið mjög fljótlega, og löbbuðum eftir eyðilegri götu þar sem var mikið af fallegum húsum, en voðalega lítið af fólki, sem er frekar óvenjulegt í þessari stórborg. Ég tók því ákvörðum fyrir hópinn (leader of the pack! eða leiðtogi pakksins!) og ákvað að við skyldum færa okkur yfir á næstu samsíða götu, og viti menn! Það liggur við að maður segi að himnarnir hafi opnast og geislar sólar tekið okkur fagnandi, slíkar voru breytingarnar, því þar var bara markaður-markaður-markaður svo langt sem augað eygði og mannlífið eftir því! Þetta var skemmtilegasta gata sem ég hef séð hérna í borginni, húsin gullfalleg og gömul, fólkið vinalegt, engir bílar og svo markðurinn fjölbreyttur. Það var alltaf eitthvað nýtt að sjá, ekki svona eins og er svo oft, allir að selja það sama. Við gengum þarna um í marga klukkutíma og svo skemmtilegt var þetta, að við æfingafólkið, sem höfðum ætlað að hitta Marcos í parkinum og taka æfingu með honum, AFLÝSTUM æfingu og fengum okkur kalt hvítvínsglas á fortovs-rrestúrang (eins og mamma og María frænka segja!
Á myndinni er Orri kominn í hljóðfærin (hann ætlar að stofna hljómsveit þegar hann verður stór og spila á öll hljóðfæri sem til eru! Smá athyglis-þorsti í gangi) og er að berja bumbur sem ég var næstum búin að freistast til að kaupa. Hrikalega flottar, handgerðar úr argentínskum viði, með merki Patagoníu á þeim (soldið eins og galdramerkin á Ströndum). En.. við höfum ekki eignast bumbu til að berja.... ennþá.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ gaman að lesa bloggið ykkar. Hafið það sem allra best. Í kvöld er afmæli Hönnu Rakelar sem verður haldið heima hjá Siggu og Sigga. Þar verður örugglega mikið fjör eins og venjulega. Kær kveðja Tína, Kalli og famelían.