Við fórum í parkinn um daginn og tókum svakalega fína æfingu saman, öðru fólki til mikillar ánægju þar sem það lá í sólbaði. Alltaf svo gott að hafa eitthvað að horfa á. Svo þegar við vorum búin með æfinguna okkar, kom maður að okkur, sem hafði séð okkur út um gluggann á blokkinni sinni og séð hvernig við æfðum og langaði svo að spjalla við okkur. Hann heitir Marco og er Capueira kennar og Jiujitsumaður og er að búa til sína eigin línu í æfingum sem hann kallar Integrity. Hann langaði svo að sýna okkur hvað hann væri að gera og við samþykktum auðvitað að prófa. Æfingarnar voru skemmtilegar, byggðu mjög mikið á dýrahreyfingum og alls konar fjölbreyttum og mjúkum hreyfingum. Svo þegar við vorum þarna aftur í gær, þá kom hann, og þá sýndi hann okkur bandið sitt sem hann æfir jafnvægið á. Þetta er lína sem hann strekkir bara milli tveggja staura, svo æfir hann sig að ganga á þeim. Við sáum hvernig hann gerði og auðvitað þurftum við að prófa. Frekar gaman að prófa eitthvað svona nýtt og viti menn, við náðum að standa í nokkrar sekúndur... eftir margar tilraunir og smá stuðning :)
Svo er það soldið spennandi, því þegar hann frétti að við værum í ketilbjöllunum, þá fór hann að segja okkur frá vini sínum sem er með þetta hér. Það er pínulítill hópur hér, sem er búinn að uppgvöta bjöllurnar og lét gera bjöllur hérna. Þau hafa lært æfingarnar á netinu, en hafa aldrei hitt alvöru ketilbjölluþjálfara. Svo nú er á stefnuskránni að hitta liðið... Gaman gaman!!
2 comments:
Mikið er alltaf gaman að lesa bloggið ykkar, ég dáist alltaf jafn mikið að "heilbrigði og hreysti" ykkar flotta fjölskylda :-) Haldið áfram að vera svona dugleg og skemmtið ykkur endalaust vel. Bestu kveðjur frá okkur öllum, Guðrún frænka.
Áfram með bloggið, maður fer að fá áhyggjur nú er komnir nokkrir dagar án bloggs :-I
Annars allt i orden her
kveðja Goðarnir
Post a Comment