Við höldum áfram að vera dugleg að finna upp á ýmsum æfingum. Hér á myndinni er Arnór í handstöðu, sem styrkir mjög handleggi, axlir og úlnliði. Við erum öll að keppa við okkar eigin tíma, mitt met að standa svona er 1.16 mín, Viktor á 1.15mín (við keppum soldið), en Gaui slær okkur öllum við ennþá og hefur staðið svona í 2.02mín. Við náum honum. Svo erum við auðvitað í 23 hæða húsi og erum grimm í að hlaupa upp stigana (nema Gaui, hann gengur hægt upp núna, enda búinn að liggja í 5 daga flensu), tekur samt ekki lyftuna. En við Viktor tókum tímann hjá hvor öðru í fyrradag meðan hitt hljóp upp.. tvisvar! Þannig að þetta var eins og að hlaupa upp á 46 hæð með einni pásu. Rosa gaman og mikið púl. Fantaæfing á stuttum tíma, sem tekur vel á meiri hluta líkamans. Alltaf gaman að gera þannig æfingar.
Wednesday, March 4, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Blog Archive
-
▼
2009
(299)
-
▼
March
(45)
- Gróðurinn...
- Yfirborð jökulsins
- Jökullinn
- Ushuaia!!
- Perito Morano
- Punta Tombo
- Sléttan
- Ungi
- Fjórir bræður á ferðalagi...
- Arnór og unginn
- Orri og vinur hans
- Spjalla við Viktor
- Bless...
- Adios Buenos Aires!!
- Bikarar
- Orra æfingafélagar..
- Arnór með sínum æfingaflokki..
- Brasillískt jiu jitsu í Argentínu
- San Telmo
- Boys will be boys!!
- Temaiken
- "Nöj, nöj, hvað eru þær að gera!!?"
- Jú, mikið rétt..
- Svipur..
- Hvar er Gunnar Hólmsteinn...???
- Marco í garðinum
- Og Viktor að prófa
- Hátt hátt uppi..
- Heimilislausir í BA
- Pepsi testið
- Ricoleta kirkjugarðurinn
- Gamall kirkjugarður...
- Evita
- Út vil ek!
- Á vakt
- Tangó..
- ..og þá var Orri nú ekki seinn á sér..
- Húsin í Caminito..
- Gaui að skoða myndir til sölu
- Nýjir nágrannar
- Æfingar
- Ísskápur
- Úsýnið út um eldhúsgluggann
- Útimarkaður
- Polo-búðir
-
▼
March
(45)
2 comments:
... og við erum að kvíða fyrir að halda á krílinu okkar upp fjórar hæðirnar okkar hér í Lönguhlíðinni... kannski að Eva ætti bara að fara að hlaupa stigana okkar 10 sinnum í röð svona kasólétt og þá verður þetta ekkert mál eftir viku eða tvær þegar krílið er komið.
Alltaf gaman að fylgjast með ykkur :)
Kv. Gunni Thor (hans Sigga) og Eva
Gunni og Eva! Takið hæðunum fjórum fagnandi og reynið að gera ykkur eins margar ferðir upp og niður þær eins og þið mögulega getið -tröppulabb/skokk er frábær æfing, tala nú ekki um þegar þið eruð að bæta við "lifandi þyngd" sem mun gera æfingarnar mátulega erfiðari jafnt og þétt. Gott plan hjá ykkur! Svo er hægt að klifra upp rennuna öðru hvoru, Gunni, til að auka fjölbreytni í æfingum...
Post a Comment