Sunday, September 28, 2008

Heimsókn á ströndina okkar


Við fórum í smá göngutúr seinnipartinn eftir að dagurinn hafði liðið í rólegheitum við að guttarnir léku sér og horfðu á Cartoon, ég setti inn myndir á bloggið, Gaui vann inni á skrifstofu og svo fóru hann og Viktor að hlaupa í brekkunni meðan ég og Arnór og Orri bökuðum gulrótarköku, bananabrauð og bollur. Rosa huggó, en þrátt fyrir gífurlega framleiðslu skuluð þið ekki halda að Gaui og Viktor hafi verið svona lengi upp brekkuna, þeir bættu reyndar báðir tímann sinn. Eftir að þeir komu heim, fór ég út í mangótré og tók upphífingar- og hinduarmbeygjuæfingu. Svo var etið!! Og eftir át sem sagt farið í göngutúr. Og sá göngutúr endaði á ströndinni, enda stutt milli stranda á þessari pínulitlu eyju. Og myndirnar sem náðust eru barasta listaverk til að setja upp á vegg eða veggfóður í tölvu, að minnsta kosti :) Hér er ein, ég, Arnór og Orri í sólarlaginu og sjónum.

No comments:

Blog Archive