Sunday, September 28, 2008

Húsin á Barbados


Hér kemur smá sería af húsunum hér. Flest húsin er mjög lítil og liggja mjög þétt og hér á myndinni er mjög dæmigert hús fyrir Barbados. Oftast sér maður andlit í glugga, einhver að fylgjast með mannlífinu og hjá húsunum eru eiginlega alltaf stólar. Fólk situr svo ýmist í glugganum eða í stólunum fyrir utan og bara situr. Það er ekkert að lesa eða gera eitthvað, það bara situr og horfir. Svo er heilsast, spjallað og svo bara setið aðeins meira. Rosalega afslappað og það er svo sannarlega lifað eftir orðunum "maður er manns gaman". Jafnvel strætóbílstjórarnir á vakt, ef þeir sjá einhvern á götunni sem þeir þekkja, þá bara stoppa þeir vagninn, þó þeir séu á miðri götunni og bara ein akgrein, heilsa viðkomandi, spjalla pínu og keyra svo áfram. Og enginn kippir sér upp við þetta, enginn flautar eða neitt, þetta er bara normal, auðvitað stoppar maður ef maður sér einhvern sem maður þekkir... Málið er svo hitt, að hér þekkjast eiginlega allir, hehe.

No comments:

Blog Archive