Monday, September 15, 2008

Viktor kátur..


Það er fátt sem gleður hann Viktor minn eins og kalt kókglas á veitingastað. Ég spurði hann hvort, ef hann fengi að ráða, hann myndi fá sér kókglas á HVERJUM degi? "Nei, ég myndi fá mér kókGLÖS á hverjum degi!". Hér er mynd af honum á veitingastað sem við fórum á í gær eftir hellaferðina. Veitingastaðurinn heitir Dina´s, stór og myndarleg kona sem á hann, hún gengur um milli gestanna og spjallar og tjékkar á hvernig öllum líður. Rosa kammó. Staðurinn er við surfströndina, sem er eðlilega mikill túristastaður. Góður matur, en eins og annað hér á Barbados, ansi dýr. Létt máltíð fyrir okkur fimm kostaði okkur rúmlega 200 barbados-dollara, eða um 10þús kall. Ísland er bara alls ekki dýrasta land í heimi :)
Annað sem gefur smá hugmynd um verðlag, er verðið á mjólkinni, 2 lítrar kosta 10 bbd (barbados dollara) en það er rúmlega 400kr. Við erum því þó nokkuð að halda í peningana hér, en guttarnir eru hins vegar mjög viljugir að eyða peningunum okkar og vilja fara sem oftast á veitingastaði, skiljanlegt svo sem. Við fórum í vikunni á lítið kaffihús og þegar við setjumst niður til að skoða matseðilinn tilkynnum við Gaui; "við ætlum að fá okkur kaffi, hvað viljið þið að drekka? Við ætlum ekkert að borða hér, gerum það bara þegar við komum heim.." Fengum mikil viðbrögð "Oh, ég er so ógissslega svangur!" "ég er að deyja úr húúúngrrri", þannig að ég gaf aðeins eftir: "ok, en allt sem þið pantið ykkur að borða, borgið þið helminginn af, með ykkar peningum". "já, ég er eiginlega bara þyrstur.."

No comments:

Blog Archive